Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Innköllun aflaheimilda landráð af gáleysi - eða græðgi?

Enn heldur Samfylkingin áfram að fá fram innköllun aflaheimilda en til hvers - að gera sjávarútvegsfyrirtækin, þjóðina - og landsbyggðina endanlega gjaldþrota. Engin getur rekið útgerð ef aflaheimildir verða eign ríkisins hins vegar má vel reyna að bæta reksturinn í samráði við viðkomandi aðila 

Að nafninu til kallast innköllun aflaheimilda, að ''leigja aflaheimildir'' en verður í reynd þjóðnýting er engan vegin verður stjórnað á réttlátan hátt. Ef til vill er það draumur Dags B.Eggertssonar að Samfylkingin deili og drottni með fjöregg þjóðarinnar/aflaheimildir; eða gefi þær sem aðgöngumiða að ESB.

Ekki verður langt að bíða þangað til reynt verður að ýta sjávarútvegsráðherra út úr núverandi ríkisstjórn til að fá fram framangreind áform. Ofan á erfitt ástand efnahagsmála má þjóðin horfa upp Samfylkinguna í ríkisstjórn þar sem græðgin og hrokinn virðast stefna þeirra í reynd; engu máli skiptir þjóðarhagur, að aflaheimildir verði veiddar af útgerðum eins og verðið hefur.

Mikilvægast nú er, að Vinstri grænir slíti núverandi stjórnasamstarfi sem allra fyrst, þjóðinni til hagsbóta. 


mbl.is Treystir starfshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn?!

Hvort mun ráða stefna Vinstri grænna í Evrópumálum og að þjóðin greiði ekki skuldir óreiðumanna?- eða halda völdum í vonlausri ríkisstjórn með vonlausum flokki, Samfylkingunni. Ekki margra kosta völ, líklega verður að fá utanþingsstjórn sem fyrst - annars verða engin mál leyst þau virðast meira og minna  tengd ''krosstengslum''  bankahruninu og uppgjöri við erlenda skuldunauta. Auk þess engin samstaða um hvernig skuldavandi heimilanna verður leystur.


mbl.is VG fundar á ný seint í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð - tók afstöðu með þjóðinni

Þótt Davíð hafi átt þátt í einkavæðingu bankanna þá dettur engum í hug að hann hafi búist við þeirri græðgi og spillingu er í raun varð markmið bankanna og eigenda þeirra.

Það var rétt ákvörðun þáverandi seðlabankastjóra að yfirtaka bankana frekar en að láta þá falla. Með því var þeim innstæðum er eigendur höfðu ekki hrifsað til sín bjargað. Neyðarlögin tryggðu síðan framangreindar innistæður að fullu. Enginn skárri  kostur var í stöðunni - að tryggja það fjármagn sem eftir var til áframhaldandi starfsemi og sparnaðar; hlýtur að vera undirstaðan til að skapa innlend verðmæti  þjóðfélagsins í framtíðinni.

Framangreind aðgerð var ekki  að skapi útrásarvíkinga og braskara hérlendis og erlendis - Jón Ásgeir nefndi ''stærsta bankarán sögunna''- en hverju var stolið - áttu ekki innstæðueigendur þann sparnað vegna rádeildar sinnar? ''Þjóðin á ekki að greiða skuldir óreiðumanna''.

Eigendur bankanna eiga að standa skil á þeim lánum er þeir tóku - ef þeir geta það ekki þá eru vonandi dagar þeirra taldir sem ábyrgir bankaeigendur um alla framtíð.

Ekki undarlegt að Davíð veki athygli út fyrir landsteinana vegna þess að taka afstöðu með þjóðinni en ekki fjármagnsbröskurum - er höfðu eigin græðgi í fyrirrúmi en þeir sem áttu fjármagnið skiptu engu máli.

 


mbl.is Ráðning Davíðs vekur athygli ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarkreppa - þjóðargjaldþrot?

Er ekki nóg komið af ráðaleysi vinstri stjórnarinnar aðeins eftir að segja formlega af sér; stjórn allra flokka hefur varla það traust er þarf til þjóðstjórnar - nema hún verði skipuð fólki utan stjórnmálanna. Ekki vænlegt að utnaþingsstjórn skipuð af forsetanum verði með hlutlausum eða traustvekjandi hætti þar sem hann virðist meira og minna innvinkaður í Baugsveldið og ''ókrýndur guðfaðir útrásarvíkinga''. 

Slæmt ástand eins og efnahagsmálin standa - ekki virkjanir þar af leiðandi enginn orkufrekur iðnaður. Ekkert fyrir  fyrir Jóhönnu annað að gera en segja af sér hið bráðasta.

 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dvíð Oddsson, ritstjóri Mbl.

Hvers vegna eiga allir helstu fjölmiðlarnir að hafa þá  ritstjórnastefnu, að innganga ESB sé  eina rétta fyrir þjóðina; RUV virðist leynt og ljóst, Fréttablaðið og 365miðlar, dásama öll ‘‘sæluríkið ESB‘‘ , sjaldan eða aldrei eru ókostir rökræddir. Meira segja kom fram í fjölmiðlum virtur  prófessor og taldi  þurfa sérstök lög svo eigendur fjölmiðils geti ekki ráðið ritstjóra að eigin vild; er það tjáningarfrelsi að lög banni að ritstjóri hætti ef ágreiningur er um rekstur og ritstjórnarstsefnu?

Auk þess með  efnahagsástand þjóðarinnar í huga er enginn betur fallin til að verða ritstjóri Morgunblaðsins en Davíð Oddsson. Hann mun setja málefnin fram  á skeleggan og rökfastan hátt,  hefur mikla yfirsýn á vettvangi þjóðlífsins, það verður málefnaleg og skemmtileg umræða; Davíð Oddsson í ritstjórnarstól Mbl  sem allra fyrst.


mbl.is Ritstjóramálum lokið á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB - styrkir ekki lanbúnað eða sjávarútveg

Forsætisráðherra telur að ESB og stjórnvöld muni sjá til nægilegra styrkja til verndar íslenskum landbúnaði, ekkert að óttast þess vegna. Landbúnaður eða sjávarútvegur geta aðeins lifað á eigin forsendum og framtaki og um það sé samstaða hjá þjóðinni. Barnalegt að halda því fram að ESB muni sérstaklega leggja sig fram með styrkjum fyrir landbúnaði þegar til framtíðar er litið. Endurbætur á sjávarútvegi verða ekki leystar með fyrningarleið/þjóðnýtingu heldur með framsæknum atvinnurekstri sjávarútvegsfyrirtækja vítt og breytt um landið. Smábátaútgerð þarf meiri kvóta til umráða sérstaklega á smærri stöðum;ekki er þörf á fjölgun báta þeir sem fyrir eru geta auðveldlega aukið veiðar án nokkurs tilkostnaðar. 


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stýrivextir: aðhald og skynsamleg neysla

Skilaboð AGS eru í raun, (á mannamáli)að draga úr neyslu, minnka skuldir og auka sparnað. Með því að lækka stýrivexti of hratt eru send röng skilaboð út í samfélagið; vandinn er vegna of mikillar neyslu. Ekki skynsamlegt að auka innflutning umfram útflutning; jafnvægi þarf að vera helst meiri útflutningur. Núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu;- stýrivextir verða að taka mið af þeim aðstæðum ef þjóðin ætlar að vinna sig út úr kreppunni og skuldunum.


mbl.is Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi - ''eigingirni og pottaglamur''?

Geta menn ekki tekið ákvörðun hvort menn ætla að hefja þingferil sinn með því að lúta höfði inn á við, til Krists eða ekki, án þess að auglýsa sig sérstaklega í fjölmiðlum, Lilja Mósesdóttir hóf þingferil sinn inn á við með því að ''berja potta og pönnur'' úti á Austurvelli; vonandi verður  barátta framgreindra á Alþingi ekki í formi ''eigingirni eða pottaglamri''?

 

 


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn - undirritar lög um aðildarviðræður ESB?

 Innan tíðar mun liggja fyrir Alþingi frumvarp um umboð til aðildarviðræðna við ESB. Fróðlegt verður að sjá hvort forsetinn undirriti væntanleg lög. Er ekki lýðræðislegt að þjóðin fái að skera úr um hvort hún vill aðildarviðræður, rökrétt að forsetinn vísi því til þjóðaratkvæðis; ef til vill þarf þess ekki vegna þess að núverandi stjórn er ''pólitískt''  þóknanleg forsetanum?SidewaysWhistling

 

 

 


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NAFTA - ESB - átök um auðlindir

Rússar búa sig undir átök um auðlindir m.a. á Norðurskautssvæðinu og landgrunni Barentshafs, útiloka ekki að herveldi verði beitt í framtíðinni um yfirráð. Átök um auðlindir eru fyrirsjáanleg þegar til framtíðar er litið; tæplega  horft framhjá framangreindri staðreynd fyrir  lítið eyríki með miklar auðlindir. Hvar er Ísland er best staðsett meðal þjóða þarf að ígrunda vel; er landið  vel staðsett innan ESB,  er innganga í NAFTA (USA, Mexico og Kanada) betri kostur?

Virðist ekki góður kostur ''að dansa á línunni'' fyrir litla þjóð þegar til lengdar lætur, en hægt að hafa áhrif hvar við viljum staðsetja okkur. Ef til vill er skynsamlegt a bíða átekta með umsókn um inngöngu í ESB.

Þótt við mikinn efnahagsvanda sé að stríða eru það auðlindir okkar er vega þyngst þegar samið verður um samstarf um við önnur ríki.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband