Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.10.2009 | 01:32
Arðbærri fiskveiðar - fiskveiðirannsóknir þurfa gagnrýni.
Veiðiheimildir til heimabyggða hafa oftar en ekki orðið meira og minna og óarðbær rekstur jafnvel með pólitískri íhlutun. Ekki lausn fyrir sjávarbyggðir að fiskvinnslufyrirtæki fái veiðiheimildir til útleigu eða til að hefja útgerð.
Hagkvæmast er að smábátasjómenn veiði fiskinn við strendur landsins; veiðar og vinnsla verði algjörlega aðskilin. Útgerðafyrirtæki er rekin voru á árum áður í samkrulli við sveitarfélög reyndist mjög illa urðu gjaldþrota jafnvel oftar en einu sinni og nýjar kennitölur litu dagsins ljós, skuldir afskrifaðar í stórum stíl. Það er ekki rekstur er getur gengið lengur, krefjast verður betri rekstrar til að ná hagkvæmni í fiskvinnslu.
Ef til vill þarf að auka veiðiskyldu allverulega reyna að hafa meira jafnvægi innan fisktegunda þannig að of lítill ýsakvóti stöðvi þorskveiðar eins og nú viðgengst í fiskveiðakerfinu. Engin áhætta viðrist vera að auka heimildir á þorski og ýsu nú um stundir miðað við reynslu sjómanna úti á miðunum. Þar á ráðherra að nýta vald sitt, auka heimildir öllum til hagsbóta. Rannsóknir á fiskistofnum eru undir stjórn of fárra vísindamanna nánast gagnrýnislaust er vilja ekki heldur nýta reynslu veiðanna sjálfra svo nokkru nemur.
æ
![]() |
Kvóti verði tengdur byggðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook
21.10.2009 | 05:19
Verða öll kynferðisáreiti leyst með lagabókstafnum?
Starfsreglur þjóðkirkjunnar ættu að vera fyllilega nægilegar að útkljá kynferðisáreiti.Fyrrnefndar reglur voru settar til að útkljá agabrot/siðferðisbrot er upp kunna að koma innan kirkjunnar, voru samþykktar af kirkjuþingi á sínum tíma. Sönnunarbyrði þolenda kynferðisáreitis getur verið afar erfið virðist þurfa vera með áþreifanlegum hætti, til að löggjafarvaldið/dómsvald geti dæmt um sekt (eða sakleysi) þótt kynferðisáreiti innan kirkjunnar hafi átt sér stað. Sérstaklega er málið vandasamt þar sem um börn er að ræða.
Fyrrnefndar reglur kirkjunnar ásamt þar til skipuðu fagráði samkvæmt 2.gr geta fyllilega leyst agabrot er upp koma innan kirkjunnar; er ef til betur til þess fallið en dómsvald/löggjafarvald eftir lagabókstafnum einum og sér? Dómsvaldið stendur ef til vill á svo gömlum merg að það getur tæpast dæmt kynferðisáreiti í nútímasamfélagi þar sem réttur barna er mun meiri en áður var?
Undirrituð birtir hér fyrstu og aðra grein er hún afritaði af síðu þjóðkirkjunnar:
Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar
nr. 739/1998
1. gr. Með hugtakinu kynferðisbrot í reglum þessum er átt við kynferðislegt ofbeldi annars vegar og kynferðislega áreitni hins vegar.
Kynferðislegt ofbeldi er misnotkun á annarri manneskju þar sem gerandinn beitir eða hótar að beita ofbeldi eða þvingar þolanda á annan hátt kynferðislega. Þessi misnotkun getur verið allt frá káfi, þukli og klúru orðbragði upp í fullframið nauðgunarbrot í skilningi refsilaga.
Kynferðisleg áreitni er óvelkomin kynferðisleg hegðun sem skapar auðmýkjandi eða fjandsamlegar aðstæður til vinnu, náms eða félagslegrar samvinnu hvort sem áreitnin er líkamleg, orðbundin eða myndræn. Kynferðisleg áreitni felur í sér samskipti sem einkennast af misnotkun á valdi, styrkleika eða stöðu þar sem kynferði þolandans er í brennidepli. Það sem greinir slíka framkomu frá daðri, vinahótum og vinsamlegri stríðni er að hún er í óþökk þess sem fyrir henni verður, hún er ekki gagnkvæm og ekki á jafnréttisgrundvelli.
[2. gr. Kirkjuráð útnefnir fagráð um meðferð kynferðisbrotamála. Fagráð er skipað þremur einstaklingum og þremur til vara, er hafa sérþekkingu á kynferðisbrotum. Einn ráðsmanna skal vera lögfræðingur, annar skal vera guðfræðingur og sá þriðji skal vera læknir, sálfræðingur eða hjúkrunarfræðingur, eða hafa sambærilega menntun. Varamenn hvers ráðsmanns skulu uppfylla sömu skilyrði. Ráðsmenn skipa einn úr sínum hópi til þess að vera formaður fagráðsins.] 1)
1) Starfsr. 769/2002, 1. gr.
![]() |
ÆSKÞ styður ákvörðun biskups |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook
20.10.2009 | 12:54
Endurreisn og samfélagssáttmáli.
Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara hefur komið vel fram einlægum vilja sínum til að sækja þá til ábyrgðar er valdið efnahagshruninu með ósvífinni bankastarfsemi. Það hefur ekki aðeins valdið efnahagslegu hruni heldur rofið þann samfélagssáttmála er siðmenntaðar þjóðir hafa sett sér. Skynsamlegt af Evu Joly að koma fram í sviðssljós fjölmiðla, gera grein fyrir starfi sínu og verkefnum það er áreiðanlega almenningi mikils virði að hafa vitund um, að þeir verði dregnir til ábyrgðar, er hafa stundað fjármálsvik þar sem þjóðarbúið/samfélagið var sett í hættu beint og óbeint.
Þá fyrst verður hægt að byggja upp mannvænt samfélag með nýjum samfélagssáttmála er almenningi verður umhugað um að haldinn verði um langa framtíð.
![]() |
Eva Joly nýtur mikils trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 06:24
Gráðugt skrímsli - eirir engu
Alvarlegur samfélagsvandi þegar siðlausir fjármálabraskarar/fjármálafyrirtæki höfðu svo gott sem lagt undir sig hinn vestræna heim. ESB og EFTA-löndin hafa ekki farið varhluta og það í samfélögum þar sem réttlæti og jöfnuður á að ríkja samkvæmt stefnu ESB. Ekki verður fyrir séð að takist að ráða bót á fjármálaglæpum í nánustu framtíð svo yfirgripsmiklir eru þeir á alþjóðlegum mælikvarða.
Litla Ísland er stórveldi í fjármálasvikunum en ætti samt að geta lagt grunninn að heilbrigðara fjármálakerfi og jafnframt geta lagt sitt af mörkum til að greina fjármálavik erlendis svo yfirgripsmikil eru umsvif ''útrásarvíkinganna''; - ef kunningjasamfélagið, spilltir stjórnmálamenn/stjórnkerfi koma ekki í veg fyrir slíkt hér á landi, í krafti fámennis og klíkuskapar .
Stærð bankaranna, tíu sinnum stærri en efnahagskerfið hér á landi, höfðu næstum því gleypt með húð og hári, allt þjóðlíf; menningu, menntun, listir og fjölmiðlafyrirtæki . Gráðugt fjármálakerfi líkast engisprettufaraldri sem engu eirir má aldrei ná að grípa krumlunni um samfélagið aftur. Þá kemur upp einræðissamfélag þar sem samfélagssáttmáli,lög og réttur er aukaatriði.
![]() |
ESA fengið 13 kærur til sín eftir hrun bankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2009 kl. 05:23 | Slóð | Facebook
19.10.2009 | 20:57
Landsvirkjun upp í Icesaveskuldina?
![]() |
Fjárlagaagi verður erfiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 17:21
Stjórnarandstaðan í skotgröfum - en hvar er þjóðin?
Hvað vill stjórnarandstaðan gera og hver er raunveruleg staða Íslands? Ef farin verður dómsmálaleiðin og hún verði okkur í hag þá geta Holland og Bretland samt sem áður í krafti stærðar sinaar beitt okkur t.d viðskiptaþvingunum. Eiríkur Tómasson, lagaprófessor gaf það óbeint til kynna nýlega í viðtali á RUV (Speglinum). Hvað vill formaður sjálfstæðisflokksins gera og hvaða áhættu vill hann taka fyrir hönd þjóðarinnar, hvað er ásættanlegt að ganga langt?
Undirrituð fagnaði komu nýs formanns Sjálfstæðisflokksins og bjóst við meiri endurnýjun í flokknum með tilkomu hans. Sú varð ekki raunin nýi formaðurinn hefur ekki sýnt ábyrga afstöðu í Icesavemálinu nema bara til að vera á móti; engin framabærileg lausn virðist vera á þeim bæ? Afar brýnt fyrir hinn nýja formann að afla sér meiri almennrar vinsælda ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að verða forystuflokkur á ný.
Er ekki Sigurður Kári Kristjánsson sérlegur aðstoðar maður formannsins Bjarna Benediktssonar? Virðist ekki góður stuðningur fyrir flokkinn -eða almenning í landinu. Var það ekki Sigurður Kári Kristjánsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er lagði fram fyrsta mál til Alþingis, áfengisfrumvarpið þegar það koma saman áramótin, eftir hrunið; mikilvægasta málið í fjármálafárviðrinu er lamdi þjóðina? Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vinna traust aftur þarf hann meiri endurnýjun stjórnmálamanna sinna en raunin varð í síðustu kosningum.
![]() |
Óviðunandi niðurstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook
18.10.2009 | 14:31
Spillinguna upp á borðið?
,...ekki sjá annað en að flestir þeir lagalegu fyrirvarar ríkisábyrgðarinnar á Icesaveskulbindingar íslenska ríkisins hefðu, haldið''. - segir Össur. Undarlegur hálfkveðinn málflutningur, er á ekki rétt á sér í stóra Icesavemálinu af utanríkisráðhnerra þjóðarinnar. Meðan að ekki liggur fyrir skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis af efnahagshruninu þá er seta Samfylkingar í ríkistjórn ekki siðferðilega trúverðug, þangað til getur flokkurinn ekki notið trausts þjóðarinnar. Hver er beinn þáttur stjórnmálamanna í efnahagshruninu? Ef sekir koma í ljós verða þeir stjórnmálamenn að víkja. Sama má segja um Sjálfstæðisflokkin þar verður þáttur þingmanna í hruninu ef hann er fyrir hendi að verða gerður upp með sama hætti.
Hvað með kúlulán Þorgerðar Katrínar þáverandi menntamálaráðherra - og eiginmanns hennar? - er fram kom í fjölmiðlum eftir hrunið, - ekki hefur enn komið skýring að hálfu ráðherra um málið eða það borið til baka? Sjálfstæðisflokkurinn verður að hreinsa til í sínum ranni. Það hefur Framsókn gert en hvorki Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking. Eini flokkurinn sem hefur hreinan skjöld eru Vinstri grænir en munu glutra niður fylgi sínum með undirlægjuhætti við Samfylkinguna í stórnarsamstarfinu.
![]() |
Lagalegir fyrirvarar halda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook
18.10.2009 | 11:02
Samfylkinguna úr stjórnarsanstarfi!
Dómsúrskurður hnekkir ekki greiðsluskyldu Íslands þótt hann falli Íslandi í hag á samningstímabilinu. Engan vegin hægt að ganga að slíku samkomulagi. Þá á Ísland að að ganga að samningaborði og semja um hvað? - óskiljanlegt klúður til að styggja ekki ''vini'' Samfylkingarinnar í ESB; öllu skal fórnað fyrir inngöngu jafnvel rétti Íslands samkvæmt dómsniðurstöðu.
Hvað tekur nú við þegar staðan virðist enn verri en áður; hvað tekur við ef Samfylkingunni tekst að komi landinu undir ESB - ekki horfur á ''félagshyggjusæluríkinu'' þar sem allir eru jafnir?
Stjórnarslit hljóta að verða næsti leikur, reynandi að Vinstri grænir sitji í minnihlutastjórn með hlutleysi núverandi stjórnarandstöðu?
![]() |
Icesave-fyrirvörum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2009 | 16:01
Starfsreglur þjóðkirkjunnar eru úrslitaákvæði
Vonandi gildir ákvörðun biskupsins er hann hefur tekið samkvæmt gildandi starfsreglum kirkjunnar; að hann standist það moldviðri er nú þyrlast um kirkjuna. Það var fagnaðarefni þegar starfsreglur kirkjunnar tóku gildi til að leysa viðkvæm mál er upp kunna að koma meðal starfsmanna hennar. Sá sem fer með trúfærslu barna verður að vera hafinn yfir allan vafa að hann standist umræddar starfsreglur.
Hæstiréttur dæmir samkvæmt gildandi lögum en hefur tæplega dómsvald í siðferðisbrotum er upp kunna að koma innan kirkjunnar, þar hlýtur biskup að hafa úrslitaákvörðun samkvæmt gildandi starfsreglum þjóðkirkjunnar.
![]() |
Ákvörðun biskups gildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2009 | 12:47
Eva Joly - bjargvættur
Viðtalið við Evu Joly í Kastljósi RUV í gærkveldi vekur vonir um að fagleg og markviss rannsókn hennar muni bera árangur, að leiða fram í dagsljósið auðgunarbrot og bókhaldsbrot í tengslum við bankahrunið - jafnvel á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Velvilji hennar til íslensku þjóðarinnar er einstakur og vekur vonir um betri tíð með blóm í haga geti verið í vændum.
Joly hefur nú fengið erlent fagfólk til hjálpar rannsókna á bankahruninu. Vænta má betri árangurs, en nauðsynlegt er að upplýsa fjármálasvik; svo hægt verði að byggja upp heilbrigt fjármálakerfi hér á landi með virkara eftirliti en áður var.
Þeir sem ollu bankahruninu með óábyrgum og ósvífnum hætti þar sem tangahaldi var náð á innstæðum fólks til eigin afnota í pappírs - og skúffufyrirtækjum án verðmæta; þarf að draga fram í dagsljósið og taka afleiðingum gerða sinna.
Þá fyrst verður hægt að vænta trausts frá þjóðinni gagnvart fjármálakerfinu, sem er nauðsynleg til uppbyggingar verbréfaviðskipta er byggjast á arðsömum fyrirtækjum þar sem bankarnir verði með yfirbyggingu er hæfir litlu hagkerfi; en ekki tólf sinnum stærri eins og viðgegnst eftir einkavæðingu bankanna er lögðu efnahag þjóðarinnar í rúst á skömmum tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook