Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.2.2009 | 11:22
Er til tjáningarfrelsi?
Hvernig væri að fara að dæmi Obama Bandaríkjaforseta og setja með lögum þak á laun og sporslur yfirmanna einkafyrirtækja - og ríkisfyrirtækja. Saga Halldórs er saga margra annarra sem leyfa sér að hafa réttlætiskennd. Undirrituð hefur svipaða reynslu í sambandi við blaðagreinar vegna skrifa um takmörkun á áfengissölu í matvöruverslun - og spilakössum.
Oft viðrist vera takmörk á málfrelsi og ritfrelsi; þar standi á bak við hagsmunahópar er virðast hafa ítök inni í fjölmiðlum meira og minna?
![]() |
Bloggari rekinn fyrir skrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook
4.2.2009 | 22:40
Ekki traustvekjandi að reka seðlabankastarfsmenn án saka?
Ef lagðar verða niður stöður seðlabankastjóranna hljóta þeir að fá þau laun sem þeim ber samkvæmt lögum. Ef þeir fara fram á minna eru þeir að viðurkenna óbeint að hafa ekki staðið sig í starfi. Hvað sem líður fortíðinni þá björguðu starfsmenn seðlabankans því sem bjargað varð þegar í óefni var komið.
Ekki var nein leið önnur en neita Glitni um lán (með vafasöm veð) til að verja hann falli. Kom vel í ljós nú í kvöld þegar skilanefndir Landsbanka og Glitnis hafa gefið upplýsingar um stórtap Baugs, Straums og Eimskips.
Þegar til lengri tíma er litið er ekki traustvekjandi fyrir þjóðina ef hægt er að víkja æðstu embættismönnum fjármála úr starfi án saka.
![]() |
Biðlaunin áætluð 44 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2009 kl. 15:42 | Slóð | Facebook
4.2.2009 | 16:14
Ekki stefnuræða -"Davíð vinsamlegast hypjaðu þig"?
Forsætisráðherrann ekki með stefnuræðu hvernig má það vera? Jóhanna verður að standa undir ábyrgð ekki nóg að vera vinsæl "elsku mamma"; "hreinsanir" eru nú þegar hafnar Sturlu Böðvarssyni hent út og í bígerð að henda Davíð úr seðlabankanum. Nauðsynlegt að upplýsa þjóðina í stefnuræðunni í kvöld um frekari heinsanir?
Jóhanna segist vera búin að biðja Davíð að gera það fyrir þjóðina að hypja sig. Er það ekki fyrst og fremst í umboði Samfylkingar að hann á að hypja sig? Hvenær verða nýju lögin um seðlabankann tilbúin ekki tímabært að ræða við núverandi starfsmenn um brottför fyrr en þau hafa gegnið í gegn. Nema hér verð hreinsanir í stíl Stalíns eða Hitlers hreinsa alla "óæskilega" úr starfi svo stjórnarflokkarnir komist að?
Hagfræðingar heimsins hafa staðið fyrir frjálshyggjubylgjunni sem hefur lagt efnahag heimsins allt að því í rúst; er æskilegt að eintómir hagfræðingar stjórni seðlabankanaum?
![]() |
Ekki hefðbundin stefnuræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook
4.2.2009 | 12:57
"Ísland ekki á útsölu til ESB"
Nú geta ESB- sinnar slakað á fyrst um sinn ekkert í sjónmáli að Ísland geti gengið í ESB eflaust mikil vonbrigði. Kaldhæðni örlaganna að forseti Evrópuþingsins skuli hafa lýst yfir að innganga þjóðarinnar yrði ekki í bráð. Samfylkingin getur nú einbeitt sér að raunhæfum aðgerðum í erfiðleikum þjóðarinnar án þess að setja Ísland á "útsölu" til ESB.
![]() |
Segir ekki tímabært að Ísland fái inngöngu í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 12:44
Þjóðin greiði ekki vandræði Baugs
Til viðbótar við þessa frétt sagði Jón Ásgeir í viðtali við RUV í hádegisfréttum að greiðslustöðvun Baugs Group væru að undirlagi Davíðs Oddsonar áður en hann léti að störfum sem seðlabankastjóri. Fréttin höfð eftir "ónefndum manni í innsta hring Sjálfstæðisflokksins". Barnalegt hjal eða "nýr áróður" að hálfu Baugs til að réttlæta eigin vandræði.
Hvert verður næsta skref að leita á náðir Jóhönnu forsætisráðherra og Samfylkingarinnar til að rétta við reksturinn?
Tæplega hægt að fara neðar í lákúrunni að slá ryki í augu almennings;er tekur hvert hálmstrá til að fá útrás fyrir reiði sína í yfirstandansi erfiðleikum?
![]() |
Baugur í greiðslustöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 10:09
Karl V. Mattíasson á villigötum
Hvað meinar Karl V Mattíasson í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segir að verið sé að færa allan hvalveiðikvótann til þriggja útgerða? Hverjir eiga að veiða kvótann aðrir en þeir sem hafa veiðiréttinn og tæki til veiðanna. Hvert ætlar Karl að færa veiðiheimildir á að fara að fjölga hvalveiðabátum án þess fyrir því liggi nokkur rekstrarlegur grundvöllur?
Virðist ekki mikill skilningur á hvað sé hagkvæmt að veiða. Enda er það stefna Samfylkingar að þjóðnýta öll verðmæti og telur það þjóðhagslegt. Fyrir því liggja engin rök það sýnir hrun kommúnistalandanna og er öllum ljóst.
Að taka veiðrétt af skipum/bátum er hrein eignaupptaka og mannréttindabrot samkvæmt stjórnaskrá.
Samt er engin pólitís mótstaða hjá Samfylkingunni að afhenda ESB fiskimiðin við landið bara ef þeir komast inn í ESB hvort það er þjóðhagslega hagkvæmt er aukaatriði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook
3.2.2009 | 14:12
Steingrímur dregur úr atvinnusköpun?!
Óskiljaleg ákvörðun Steingríms sem sjávarútvegsráðherra til hvers og fyrir hverja er að svipta fjölda fólks atvinnumöguleikum engin rök liggja fyrir um að ofveiði sé að hvalveiðum ekki heldur fækkun ferðamanna. Steingrímur hefði getað leitt þessa ákvörðun hjá sér með góðu móti nema hann telji svona vinnubrögð vera sér til framdráttar í vinsældum?
Ekki vænlegur sjávarútvegsráðherra fyrir atvinnusköpun í sjávarbyggðum vítt og breitt um landið!
![]() |
200 störf slegin út af borðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 12:51
Jóhanna beitir bolabrögðum?
Hvers vegna liggur Jóhönnu Sigurðarsóttur svona á að reka seðlabankastjórana og alveg sérstaklega Davíð Oddsson er það vegna þess að áróðursmaskínu Samfylkingarinnar tókst að persónugera allan vanda þjóðarinnar í honum? Stjórnin hefur meirihluta (líklega) til setja fram ný lög um seðlabankann um að breyta stjórnkerfi bankans. Eftir lagasetningu er fyrst hægt að ræða við fráfarandi starfsmenn.
Áróður Samfylkingarinnar getur ekki einn og sér ráðið hvort seðlabankastjórnin fer frá án breytinga á lögum seðlabankans. Framkoma Jóhönnu eru bolabrögð vægast sagt siðlaus og lítt ígrunduð.
Davíð mun áreiðanlega ekki hlaupa eins og hræddur rakki undan Jóhönnu hann mun standa í rétti sínum samkvæmt lögum fyrst og fremst sem embættismaður og einnig starfsmaður.
![]() |
Jóhanna og Davíð ræddu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.2.2009 kl. 00:31 | Slóð | Facebook
2.2.2009 | 20:04
Minnka yfirvinnutaxta
Það er sanngjarnt að draga innlagnargjöldin til baka og finna sparnaðarleiðir í rekstrinum. Vonandi verða innlagnargjöldin ekki falin í öðrum gjöldum beint til sjúklinga þá verður Ögmundur ekki í góðum málum.
Líklega mætti skoða laun starfsmann t.d. þeirra sem vinna hálf störf eða minna þeir geti ekki unnið aukavinnu á næturvinnutaxta fyrr en skilað hefur verið fullri dagvinnu fyrst; ef rétt reynist að fólk sé á næturvinnutaxta eftir hlutastarf.
![]() |
Innlagnargjöld afnumin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2009 | 18:06
Ekkert atviunnulíf úti á landi?
Oft fylgir böggull skammrifi er gamalt spakmæli er á vel við nýja umhverfisráðherrann; tæpleg hægt að hugsa sér verri kandídat frá Vinstri grænum hefði verið betra að hafa Þórunni Sveinbjarnardóttur áfram með sinn "ísbjarnarblús"síðan frá innrás ísbjarnanna fyrir norðan í sumar.
Eitthvað sem heitir framkvæmdir og atvinnulíf virðist ofan við sjóndeildarhring Kolbrúnar hvað þá úti á landi það er fjarlæg framtíð fyrir henni. Hún er miklu nær "kaffihúsapólitík"í 101 Reykjavík er heldur að lifibrauð þjóðarinnar geti eingöngu verið að tína blóm og fjallagrös þótt það sé góðra gjalda vert.
Ekki mun vera Kolbrúnar í ríkisstjórn hækka gengi krónnunar frekar lækka hana.
![]() |
Álver í Helguvík en ekki á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |