Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.2.2009 | 16:08
Forsetinn - tekur völdin?
Hvað kemur næst yfirtaka forsætisembættisins yfir landsstjórninni bara að túlka stjórnarskrána eftir því sem hentar hverju sinni ekki vandræði fyrir forsetann sem er prófessor í stjórnmálafræði; framkvæma nýja túlkun eins og hann virðist hafa gert síðan hann tók við embætti?
Með allri virðingu fyrir forsetafrúnni og auði hennar þá er full langt gengið enda virðist hún fyrst og fremst hafa upplýsingar frá manni sínum forsetanum um stöðu hans sem forseta lýðveldisins?
![]() |
Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook
2.2.2009 | 15:43
Góðar óskir til Geirs H. Haarde
Vonandi verður Geir H. Haarde heill af veikindum sínum bæði vegna fjölskyldu hans og þjóðarinnar. Hann hefur verið farsæll leiðtogi er mikill missir er að ekki síst í þeim erfiðleikum þegar efnahagur þjóðarinnar er allt að því í rúst.
Þau Geir og Ingibjörg saman hefðu verið farsælli leiðtogar ef þau hefðu verið áfram. Því miður komu öfl innan Samfylkingar í veg fyrir áframhaldandi stjórnarsamvinnu; virðast vera mikil óheilindi og ósamstaða innan flokksins er kom í ljós við fjarveru Ingibjargar Sólrúnar í veikindum hennar.
Yrði ekki hissa þótt yrðu stjórnaslit í núverandi samstarfi er kæmi flokknum endanlega út í horn og enginn flokkur treysti sér til samvinnu við hann í framtíðinni.
![]() |
Aðgerð á Geir heppnaðist vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2009 | 14:56
Ísland fyrir fólkið í landinu
Rökleg niðurstaða að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra nú vegna þess hún er hefur alla tíð verið staðföst að vinna að almannaheill sterku heilbrigðiskerfi og betri afkomu þeirra lægst launuðu. Til þess svo megi verða þarf sterkt og heilbrigt atvinnu- og viðskipta líf í landinu þar verður þrautin þyngri og fróðlegt að sjá hvernig til tekst með forystu Jóhönnu í verðandi ríkisstjórn?; alla vega styrkja íslenska atvinnusköpun til gjaldeyrissköpunar?
![]() |
Skjaldborg slegið um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook
1.2.2009 | 14:43
Pappírspeningar - óheft frelsi engar reglur?!
Samkvæmt niðurstöðum Gunnar Tómassonar, hagfræðings í Silfri Egils í dag hefur hagfræði heimsins beðið skipbrot vegna þess að pappírsframleiðslan á peningum var langt umfram raunverulega verðmætasköpun.
Gunnar taldi að megin ástæðan hafi orðið þegar kerfið átti að stjórnast og rétta sig af samkvæmt markabaðsaðstæðum hverju sinni. Þess vegna urðu fjármálaeftirlit og seðlabankar að dansa með kerfinu í stað þess að hafa reglur og vald til aðhalds, því fór sem fór.
Hrunið hér á landi varð fyrr en af sama toga ekkert varð stöðvað fyrr en Glitnir var settur á hliðina og aðrir bankar fylgdu á eftir.
31.1.2009 | 21:22
Formaður með nýja framtíðarsýn
Ekki sopið kálið úr ausunni fyrir Bjarna hann á erfitt verk framundan að vinna traust Sjálfstæðisflokksins meðal þjóðarinnar aftur þótt Samfylkingunni tækist ekki að klína öllu sem aflaga fór á samstarfsflokkinn, þá fékk flokkurinn spark frá Samfylkingu. Eflaust verða fleiri í kjöri en Bjarni þar er Kristján Júlíusson líklegur ásamt fleirum. Ekki verður vænlegt fyrir fyrrverandi ráðherra í ríkistjórninni að bjóða sig fram hversu góðir sem þeir kunna að vera; mikilvægt að formaðurinn hefji ferilinn með hreint borð verði ekki með nokkru móti tengdur við hrun bankanna.
![]() |
Bjarni staðfestir framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 15:32
Baráttan um seðlabankastólinn?
Vantar forsendur á mannamáli hvers vegna stjórnarsáttmálinn er óraunhæfur á, hvað er megin ágreiningurinn hjá hagfræðingum? Er það undirliggjandi barátta hagfræðinga um seðlabankastólinn ? Heyrst hefur um Má Guðmundsson hagfræðing í Sviss sem væntanlegan seðlabankastjóra. Fréttinni fylgdi að hann hefði verið fyrrverandi ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta en geta varla talist nægileg meðmæli til seðlabankastjóra nema Samfylkingin telji sig þá geta haft óbein áhrif á seðlabankastjórann. Hvenær verður starf seðlabankastjóra ópólitískt?
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook
31.1.2009 | 13:37
Hatur - og blekking inn í ESB
Má vel taka undir að hrun bankakerfisins hafi kristallist í hatri á Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra en ekki rætt hvort lög seðlabankans hafi reynst nógu sterk til raunhæfra aðgerða til að halda bönkunum í eðlilegum farvegi miðað við Island með örlítið hagkerfi.
Bindiskylda bankana var lækkuð en hvers vegna? Til samræmi við reglur ESB er hafði þær afleiðingar að gjaldeyristaða seðlabankans varð óviðunandi. Þá voru reglur ESB á þann veg að Íslenska ríkið ber ábyrgð á Icesave- innlánsreikningum Þótt Íslendingar ætluðu að greiða hluta tapsins samæmt reglum EES snerust allar þjóðir ESB á móti vegna eigin vanda í bankakerfi sínu ef reglur EES giltu hér á landi en ekki reglur ESB.
Svo kemur stækkunarstjóri ESB Oli Rehn og býður fram vináttu sína um hraðferð Íslands inn í ESB til bjargar efnahag þjóðarinnar. Er það raunveruleikinn?, nei ESB vill auðlindir okkar til lands og sjávar undir sína arma vegna þverrandi auðlinda og efnahagsstyrks Evrópu! Okkar hagsmunir verða bornir fyrri borð þegar hagsmunum ESB-ríkja hentar.
Allir þekkja ævintýrið um Rauðhettu litlu (stjórnvöld) er fór út í skóg með matarkörfu handa Ömmu sinni (þjóðin). Hún hitt i úlfinn (ESB) er blekkti Rauðhettu út af réttri leið.
Þegar Rauðhetta (stjórnvöld) kom til Ömmunnar fannst henni útlitið öðruvísi en hún átti að venjast. "Hvers vegna hefur þú svo stóran munn og tennur amma mín"? "Til þess að ég geti gleypt þig með húð og hári", svarðar amman í gervi úlfsins (ESB)
Það sem verður öðruvísi en ævintýrið. Enginn góður veiðimaður verður til staðar til að bjargar Ömmunni og Rauðhettu litla úr maga úlfsins; þjóðin verður að standa fast á rétti sínum sem smáþjóð, á ekkert erindi inn i ESB.
![]() |
Geir: Stjórnuðust af hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 14:57
Tekur Jóhanna undir "kerlingarvælið"?

![]() |
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook
28.1.2009 | 14:21
Þjóðina vantar forseta?
Enn heldur forsetinn áfram með pólitískum áhrifum sem ekki er á könnu hans sem forseta Íslands. Nú boðar hann breytingar á Seðlabankanum er haft eftir honum í BBC og nauðsynlega siðabót er yrðu gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir. Getur ekki stillt sig um að baða sig í sviðsljósinu þó ekki væri til annars en bæta eigin sjálfsmynd fyrir hamaganginn í kringum bankajöfrana; meðan þeir ryksuguðu mest allt sparifé bankanna, veðsettu í eigin hlutabréfum bankanna og skuldsettu þjóðina jafnvel í marga áratugi.
Greinilega ofbauð Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni S. í Kastljósinu í gær er hún yfirgaf sviðsljós fjölmiðla þegar forsetinn sat fyrir hjá fréttamönnum til að svara spurningum þeirra. Gott hjá henni. Má segja að húm vaxi sífellt í starfi þótt á móti blási bæði í veikindum hennar og stjórnmálum. Vel til fundið ef Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra vegna vinsælda hennar. Hún mun eflaust eiga betur með að samræma erfiðar ákvarðanir á erfiðum tíma þar sem fara saman traust og vinsældir.
Páll Skúlason átti eftirminnilegt viðtal í Kastljósi um áramótin þar talað sorgmæddur maður er þótti vænt um þjóð sína og þótti illa komið fyrir henni. Orð hans: "Landráð af gáleysi er landráð" urðu fleyg. Orð sem allir skyldu og hafa greinilega orðið minnisstæð mörgum.
Þjóðina vanta vitran mannvin eins og Pál Skúlason fyrir forseta Íslands sem allra fyrst.
26.1.2009 | 19:30
Ætlar forsetinn að hrifsa völdin?
Það má álita að forsetinn haldi sig geta verið á sviði stjórnmálanna með ákvarðanatöku eða hann er svo valdasjúkur að hann vilji túlka völd forseta langt umfram það sem hefð segir til um, og er umdeilt í samfélaginu. lkjk
Baldur Þórhallsson (RÚV í kvöld), stjórnmálafræðingur taldi að þann fyrirvara er forsetinn sagðist setja í forgang í komandi stjórnamyndunarviðræðum í samtali við formenn stjórnarflokkanna; setja olíu á eldinn í komandi stjórnarmyndunarviðræðum vegna þess þá væri forsetinn kominn út fyrir svið embættisins sem hingað til hefði verið túlkað.
![]() |
Óvenjulegt frumkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook