18.9.2015 | 17:56
Stjórnlaus höfuðborg?
Dagur B.Eggertsson, borgarstjóri virðist ekki hafa mikla yfirsýn eða stjórn á hvað er að gerast í málum Reykjavíkur; en kemur iðulega fram sem "glanspía" við ýmsa atburði -sem engu máli skipta í stjórnsýslunni; segir nú að betur hefði mátt standa að banni í ísraelskum lögum. Gerði sér litla grein fyrir að sveitastjórnir eru bundnar samkvæmt lögum lögum - samkvæmt þeim ; ekki má má mismuna fyrirtækjum á grundvelli þjóðernis eða af öðrum sambælegum ástæðum.
Yfirgangur Reykjavíkurborgar, höfuðborgar þjóðarinnar hefur vakið athygli víða um heim og hefur sendiráðið í USA átt annríkt að útskýra málið - ljóst liggur fyrir að ríkisstjórn og Alþingi hafa með það gera hvort viðskiptabann er sett á erlend ríki eða ekki.
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur virðis ekki valda skyldum sínum, virðir ekki lög eða telur sig þurfa að taka tillit til vilja borgarbúa; má þar nefna flugvallarmálið er átti að knýja fram hvað sem það kostaði.
![]() |
Íslenskar vörur teknar úr hillum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.9.2015 kl. 06:52 | Slóð | Facebook
18.9.2015 | 09:13
Tollalækkun orkar tvímælis-
Tollalækkanir á landbúnaðarafurðum hér á landi gætu verið vafasamar ef litið er til framtíðar viðvarandi matarskortur er í heiminum- flest vestræn ríki vernda sinn landbúnað. Stórþjóðir með fjármagn kaupa upp stór landflæmi af fátækum ríkjum í Asíu og Afríku það eykur fátækt og vannæringu - skapar ófrið milli þjóða. S-kóreska fyrirtækið Daewoo Logistics semur um landkaup á Madagascar 1.3 millj/ha. fyrir milljarða dollara. Kína, Suður-Kórea, Kúveit, Katar og fleiri ríki hafa keypt landi af fátækum Afríkuríkjum og Asíu, Indónesíu, Kambódíu, Laos og á Filippseyjum; olíuverð og framleiðsla lífræns eldneytis hefur aukið þróunina með Kína og S-Kóreu í fararbroddi.
Einkennandi fyrir framagreind uppkaup er veik stjórnsýsla og spillt ríki ; sem leiðir til landleysis bænda enn meiri fátæktar og ófriðar.
FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur því fram að með einhæfri ræktun á stórum svæðum sé umhverfinu breytt með alvarlegum afleiðingum.
Mikilvægt fyrir okkur, að halda fast á málum og kvika ekki frá verndun ræktarlands og framleiðslu landbúnaðar.
Með tölvutækninni hefur heimurinn smækkað við getum ekki litið framhjá framgreindri þróun; atvikurekendur hér eru ekki ólíkir öðrum í heiminum hugsa fyrst og fremst um eigin gróða hagur almennings eru innatóm orð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook