Stöðugleiki í efnahagsmálum - lægri vextir -?

Vonandi tekst núverandi ríkisstjórn að ná tökum á vanda fólks og útvega leiguíbúðir á viðráðanlegu verði eða íbúðir í hóflegri stærð.

 Að banna verðtryggingu með lögum er tæplega vænleg leið heldur þarf ríkisstjórnin að ná tökum á efnahagsmálunum. Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þróun verðlags er ótrygg. Við þær aðstæður er ekki forsenda að gera langtímasamninga   án verðtryggingar. Ef gjaldmiðill er sterkur og lítil verðbólga í langan tíma er forsenda  fyrir langtíma samningum án verðtryggingar og  jafnvel föstum vöxtum.

Hér er ekki sterkur gjaldmiðill óvissa  er um þróun verðlags; engin forsenda til að afnema verðtryggingu fyrr en stöðugleiki næst.

Breytilegir vextir gætu að einhverju leyti komið í stað verðtryggingar. Þá breytast nafnvextirnir með verðbólgunni-  þeir eru háir þegar hún er mikil -en lækka ef dregur úr verðbólgu. En hafa  slík lán marga  kosti umfram  verðtryggð lán? Vaxtagreiðslur  geta sveiflast mjög mikið og henta ekki fólki með lágar tekjur þar sem verðbólga er mikil eins og oftast hefur verið hér á landi.

Nú hefur tekist að minnka verðbólgu verulega en vinnumarkaður enn afar ótryggur ; blikur eru á lofti og skiptir máli að laun hækki í samræmi við aðstæður. Ef ríkisstjórn og seðlabanka tekst að ná góðum tökum á efnahagsmálum og samningar takast um laun, þá munu aðstæður verða vænlegri fyrir minni efnað fólk að kaupa eða leigja sér íbúð – vaxtaumhverfið verður stöðugra er leiðir af sér lægri vexti.innocent

 

 


"Nútíma guðsmaður"

Heilagur Francis frá Assisi í Ítalíu fjallaði oft um vistfræðilega ábyrgð kristinna manna fyrir arðráni sem átti sér stað í náttúrunni. Má  líta á umhyggju hans sem dæmi um kristilegan kærleika í vistfræðilegu samhengi. Líf hans snerist um róttæk mótmæl: að sýna eigi allri sköpun Guðs umhyggju, bera velferð hennar fyrir brjósti hvort sem eru um haf, jörð, dýr eða  plöntur að ræða; boðskapur Heilags Francis var göfugur og skýr boðskapur í vistfræði á kristnum forsendum.

Framangreindur miðaldaboðskapur Heilags Francis frá 13.öld á fullt erindi til allra kristinna manna óháð trúfélagi.

Kristnar kirkjur mættu halda boðskap hans meira á lofti í safnaðarstarfi sínu.

innocent Eigið góðan sunnudag.


Skammtímahagsmunir eða græðgi?

Hvers vegna vissu bændasamtökin ekki um samningana er landbúnaðarráðherrann valdalaus gagnvart ágangi verslunar að flytja inn sem mest af matvælum? Ekki virðist vera um stóra vöruflokka að ræða en verða lækkaðir verulega til að vekja athygli neytenda hvað það sé hagkvæmt að flytja sem mest inn af matvælum - er ekki verið að rétta neytendum "ódýra gulrót" til að auka þrýsting almennings um meiri innflutning síðar meir?

Mikilvægt að vernda okkar landbúnaðaframleiðslu -tryggja eins mikla sjálfbærni og mögulegt er - skammtímahagsmunir neytenda og græðgi verslunarinnar mega ekki ráða för.

 


mbl.is Getur lækkað verð um tugi prósenta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband