Ólöglegur innflutningur, - ógn við besta heilbrigðisástand í heimi?-

Félög eggjabænda og kjúklingabænda, Reykjagarðar, Matfugl, eigenda- og ræktendafélag landnámahænsna og Bændasamtök Íslands hafa sent Matvælastofnun bréf þar sem áhyggjum er lýst vegna hættunnar af alvarlegum alifuglasjúkdómum berist til landsins.

Tilefnið er nýlegt mál í Þykkvabæ þegar upp komst um þegar ólöglegan innflutning á frjóeggjum, kalkúna og stuttu áður kom upp skæður veirusjúkdómur í kjúklingabúi sem rakinn er til smitefnis erlendis frá.

Er hvatt til þess að hart sé tekið á ólöglegum innflutningi. 

 (Fréttablaðið 18.des19)


Hross gengið úti frá ómunatíð

Hross hafa gengið úti síðan land byggðist.Þau voru 

flutningsæðin fyrir þjóðina fram á 20.öld; hrossin þurftu endurnýjun og höfðu best lífsskilyrði í Húnavatnssýslum og Skagafirði, voru flest þar á útgangi.

Veður eru válynd og stundum hart í haga en alltaf lífði stofnunin af harðindi og hagleysi fram á þennan dag.

Lög og reglugerðir eiga ekki að geta breytt framangreindum aðstæðum; hrossin eru best geymd í náttúrunni þrátt fyrir kuldakast sem koma óhjákvæmilega í harðbýlu landi.

Hins vegar er rafmagnsleysið alvarlegt mál við nútímaaðstæður með 100 – 200 kýr í fjósi.Oftrú á tæknina að ekkert geti  gerst er út í hött.

En nú  blasir  kaldur  raunveruleikann við og vonandi verður  hann tekinn til greina fljótt og vel.

 

 

 

  

 

 


mbl.is Tölur yfir dauð hross ekki hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband