Kobrún Bergþórsdóttir - rakalaus þvættingur um forsetann

Undirrituð hefur ekki verið stuðningsmaður forsetans hingað til en lágkúruleg grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur á ritstjórnarsíðu Mbl í dag gefur tilefni til að forsetinn fái  réttláta og rökfasta umræðu um höfnun á lögum um Icesavesamningana. 

Alvarlegt hagsmunamál, skuldastaða þjóðarinnar var komin í pólitískt öngstræti bæði af stjórn og stjórnarandstöðu; samningsstöðu Íslands átti að binda með lögum þar sem hagsmunir Breta og Hollendinga voru í fyrirrúmi; en réttur þjóðarinnar fyrir borð borin. 

Heimild forsetans er skýr samkvæmt stjórnarskrá og engin önnur ráð voru til að mati undirritaðrar fyrir forsetann en að hafna umræddum lögum. Stjórnmálastéttinni er hollt að horfa inn á við og gleyma ekki að hún á að hafa hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi en ekki flokkshagsmuni.

Krafa Breta og Hollendinga getur varðað þjóðarhagsmuni þar sem skuldastaða þjóðarinnar er ekki ljós.

Grein Kolbrúnar í Mbl í dag persónulegur rakalaus áróður um forsetann hvað sem líður mistökum hans í dekri sínu við útrásarvíkinga. Ekki eru öll kurl komin til grafar hverjir studdu fjármálaveldi einkabankanna og úrás þeirra; fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er   ekki undanskilin  þegar svikamylla íslenska fjármálaveldis einkabankanna stóð í sem mestum blóma.

Grein Kolbrúnar á ekki erindi inn á ritstjórnarsíðu MblSidewaysHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband