Kjósum ekki Samfylkinguna í Kópavogi!

Samfylking og Vinstri grænir settu á oddinn velferðarkerfið í síðustu kosningum en eftir valdatöku í stjórn landsins hefur slíkt ‚‘‘smámál‘‘ vikið til hliðar og gengið á kjör eldri borgar sem aldrei fyrr. Guðfríður Arnardóttir oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Kópavogs fylgir ´´nýju vinstri stefnunni´´ trúverðuglega; stærir sig af samstöðu bæjarstjórnar í málefnum bæjarins; þar sem  eldri borgarar  voru sviptir þeim rétti að geta sótt sund án þess að greiða fyrir eftir 67ára aldur.(Mbl 8. Jan.)

Sómasamleg kjör eldri borgara eru einn af hornsteinum velferðarkerfisins hvort sem er hjá bæjarfélögum eða ríkinu.

Nú hefur hægri maðurinn Gunnar Birgisson líklegur oddviti Sjálfstæðismanna   í  komandi bæjarstjórnarkosningum tekið upp hanskann fyrir eldri borgara og er það vel. Fjármál bæjarins verða ekki leyst með því að svipta  eldri borgar þeim kjörum  er  hafa til komið vegna skefjalausrar skerðingar  ríkisins á lífskjörum eldri borgara er nú duga vart  lengur til hnífs og skeiðar.

Oddviti Samfylkingar í Kópavogi er ekki vænlegur leiðtogi í málefnum bæjarbúa samkvæmt ofangreindu. Undirrituð skorar á bæjarbúa að veita Samfylkingunni verðuga ráðningu og kjósa Gunnar Birgissona í komandi kosningum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband