10.1.2010 | 00:50
Lofsöngur minn
Prófessor í Bonn í Þýskalandi bjó sig undir að skera tunguna úr bónda nokkrum sem hafði fengið krabbaamein í tunguna. Hópur stúdenta stóð við skurðarborðið.
Læknirinn varð að segja vesalings bóndanum að hann yrði að búa sig undir það hlutskipti að hann gæti ekki talað. '' Ef þér viljið bera fram ósk, skuluð þér gera það núna'', sagði hann. ''Minnist þess, að þetta verða síðustu orðin sem þér segið um ævina. Eftir aðgerðina verðið þér mállaus.''
Kyrrðin var svo mikil, að heyra mátti saumnál detta. Bóndinn laut höfði sem snöggvast og síðan heyrðu allir viðstaddir hinstu orðin er hljómuðu af vörum hans: '' Vegsamaður sé Drottin Jesús Kristur.''
Hvernig getur sá lofað Guð sem hefur misst tunguna? Barn Guðs á gleði sem er æðri og dýpri en gleðin yfir öllum heiminum. Það er gleðin yfir því að vera frelsaður.
Í frelsaranum eigum við fullkomna gleði. Jesús Kristur er gleðilind sem þornar ekki þó við missum vini, heimili og eignir. Sá sem gleðst yfir vegna friðarverks Jesú, sá sem lifir í þakklæti og lofgjörð af því að nafnið hans er skráð í himninum, öðlast styrk til að þola þyngsta mótlæti og lofa Drottinn eftir sem áður.
'' Sjá, Guð er mitt hjálpræði. Ég er öruggur og óttast eigi því að Drottinn Guð er minn styrkur og lofsöngur. Hann er orðinn mér hjálpræði'' (Jes.12,2).
Ég er hamingjubarn, ég á himneskan arf,
þó að hörð reynist ævinnar braut.
Ó hve gott er að aldrei ég örvænta þarf,
mína auðlegð með Jesú ég hlaut.
(Hugrún) (Máttarorð bls 137) Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:19 | Facebook