Stjórnvöld hafa valdið kvótaleigu

Hvað gerðist þegar sjávarútvegsráðherra leyfði strandveiðar með handfærum? Minnsta gerð smábáta er búið var að leggja og afskrá voru settir á sjó, verð þeirra margfaldaðist: bátur er kostaði tvær milljónir fór upp í fjórar milljónir til fimm milljónir. Gamlir bátar er voru úreldir þegar herferð stjórnvalda hófst gagnvart smábátaútgerð voru dregnir fram og gátu nú orðið verðmæt eign. Hvers vegna hækkuðu bátarnir í verði? Vegna þess að þeir höfðu fengið veiðiheimild sem seint mun standa undir rekstri og arðsemi er fremur sportveiði er ekki á heima í atvinnurekstri. 

þá er leikurinn kominn á byrjunarreit og úrelding hefst að nýju: Stjórnun smábáta er komin í hring, þegar veiðar smábáta voru skertar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar stóðu  veiðiheimildir ekki undir rekstrarkostnaði og  launum fyrir einn mann. Smábátaeigendur urðu gjaldþrota aðrir kusu smánarlegan úreldingarstyrk og hættu; enn aðrir leigðu þann hluta veiðiheimilda er leyfilegt var en það var hagkvæmara vegna rekstrarkostnaðar.

Stjórnvöld hafa skapað óeðlilega  rekstrarskilyrði með framagreindu fikti við smábátakerfið að betra sé að leigja kvótann enn veiða. 

Mistök að endurvekja framgreinda strandveiðabáta er hættu í fyrri skerðingunni  hækka heldur veiðiheimildi þeirra er lifðu af fyrri skerðingarnar en það eru vel útbúnir bátar með háan rekstrarkostnað en of litlar veiðiheimildir.


mbl.is Forsendur brostnar og fyrning óvægin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband