Hafís nú - ekki vísbending um hafísár?

Samkvæmt munnmælum er hafís snemma árs ekki vísbending um hafísár. Hafís er kom um  miðjan vetur var sagt:"sjaldan er mein að miðsvetrarís". Árið 1980 var mikill ís fyrir norðan og austan. Þá var einmunatíð fram að jólum. Aðfangadag jóla var að mig minnir 10 eða 15 frost og eftir það linnulaus kuldi langt fram í júní.

Átti þá heima á Fljótsdalshéraði man eftir að við fjölskyldan ókum um Lagarfljót og gott reiðfæri var allan veturinn, lítið um vakir á fljótinu er þótti óvanalegt,  hörkufrost var alla daga en stillt veður. Vorið varð erfitt sauðfjárbændum og heyleysi víða, gróður kom seint.

Hjálmar maðurinn minn á Bakkafirði sagði mér seinna að grásleppunetin hefðu verið  föst í hafísnum margar vikur en þó  nokkuð góð veiði eftir að hafísinn hörfaði.

 


mbl.is Hafís 8,5 sjómílur frá landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband