21.1.2010 | 10:00
Stjórnvöld og Seðlabanki - misvísandi skilaboð
Á hinu svokallaða þensluskeiði (fyrir hrun) hækkaði Seðlabankinn reglulega vaxtastig ætlað til að draga úr fjármagni í umferð; samhliða unnu stjórnvöld gegn stefnu Seðlabankans með hækkun íbúðarlána, vaxtabóta er hvatti til skuldsetningar, skattalækkana, aðhald útlána bankanna nánast stjórnlaust er ekki uppskriftin frá Bandaríkjunum?
Allir þekkja afleiðingarnar fólk skuldsetti sig óhóflega með íbúðarkaupum, bílakaupum og neyslu; -langt umfram kaupgetu.
Nú eftir hrunið hlýtur fyrsta úrræði vera að draga úr neyslu og leggja áherslu á greiðslu skulda og jafnvel að spara aftur.
Samt vonast stjórnvöld til að stýrivextir hraðlækki sem fyrst er dregur úr vilja til sparnaðar en eru það ekki röng skilboð til þjóðar sem skuldar eins og raun ber vitni?
Eiga stýrivextir ekki að miða við raunverulegar aðstæður í þjóðfélaginu til aðhalds , sparnaðar og skynsamlegra neyslu?
Hvernig má það vera að Stjórnvöld og Seðlabanki eru ekki samstíga í aðgerðum sínum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook