22.1.2010 | 08:59
Ríksieign/þjóðnýting í sjávarútvegi - ekki þjóðarhagsmunir
Fyrningarleið eða ráðstafa fiskveiðiheimildum utan kvóta eins og nú er áformað með pólitísku valdi er hættuleg þróun fyrir almannahagsmuni. Rekstur og fiskveiðiheimild þarf að líta til í samhengi, veiðar hafa verið takmarkaðar með lögum fyrir hvert skip/bát; reksturinn byggist á því hvernig tekst að ná úthlutuðum kvóta með sem minnstum tilkostnaði er aftur á móti er háð markaðsverði á fiski bæði erlendis og hérlendis.
Vegna takmarkaðra veiða kemur inn aukakostnaður ef kaupa þarf leigukvóta á einni fisktegund til að veiða aðra en upphaflega var kvótaframsal ætlað til að flytja fiskveiðiheimildi milli útgerðarfyrirtæka til hagræðingar í veiðunum.
Brask með kvótann þar fyrir utan er fyrst og fremst vandinn er þarf að sníða af kerfinu; þar þurfa að koma að hagsmunaaðilar og fagaðila er þekkja vel til í veiðum og rekstri.
Skip/bátur og fiskveiðiheimild hljóta ávallt að vera í samhengi hvaða lög sem sett verða; skip/bátur með veiðiheimild/kvóta er óhjákvæmilega í háu verði vegna verðmætasköpunar en veiðin takmörkuð. Samt má telja kvótafyrirkomulag hagkvæmara en meðan veiðar voru frjálsar þá var stjórnlaust tap á rekstri í sjávarútvegi þó vel veiddist.
Að ráðast á sjávarútvegsfyrirtækjum vítt og breitt um landið ætla að hirða þau til ríkisins með pólitísku valdi gengur ekki upp; ríkisstjórnin verður að semja það er þjóðarhagur, að öðrum kosti verður ríkisstjórnin að að fara frá.
Frjálsar veiðar eru ekki vænlegar aftur heldur bæta núverandi fiskveiðikerfi; þar sem rekstur í sjávarútvegi verði ekki með þeim hætti að betra sé að leigja kvótann en veiða hann.
Þess krafist að stjórnvöld falli frá fyrningarleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Facebook