Prófessor málar skrattann á vegginn?

Þórólfur Mattíasson, prófessor var með svartsýnisspár í Spegli Rúv í gær. Ekki yrði hægt að standa undir stórum afborgunum lána á næsta ári ef Icesavelögunum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, stórfelldur niðurskurður yrði fyrirsjáanlegur.

 Tæplega útilokað að hægt sé að semja um fyrrgreindar greiðslur, leita annarra leiða en hlaupa undir ok Breta og Hollendinga án þess fullreynt sé, lækka vaxtagreiðslur og ríkisábyrgð falli niður 2024.

Bretar munu tæplega beita viðskiptaþvingunum vegna þess að fleiri þúsund manns vinna við fiskinn er þeir fá frá Íslandi;nóg er samt um atvinnuleysi og versandi horfur í efnahagsmálum þeirra.

 Ekki var annað að skilja á prófessornum en best yrðí að samningar um Ísvsavelögin yrðu óbreyttir þá væri þjóðinni borgið.

Þjóðin á ekki að játa sig sigraða fyrr enn allt hefur verið reynt, fá hlutlausan aðila og nýja samninganefnd, fullreyna rétt okkar sem lýðræðisríki.

Bretar Hollendingar vilja síður  dómsmálaleiðina en  staða Íslands er þar talin sterkari.

Þótt vextir hækkuðu aftur eitt eða svo vaxtatímabil verður að hafa það til mikils er að vinna fyrir afkomu framtíðarinnar.DevilHalo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband