Moldvörpustarfsemi - eða ábyrg ríkisstjórn?

 Núverandi staða er óþolandi, embættismenn með sérálit undir borðinu, stjórnin á kafi að grafa eftir fortíðarsamningum er aldrei komust á yfirborðið, sjónarandstaðan vill reyna sættir. Þá kemur Steingrímsstjórnin með gamlar "ógildar syndaregistur" auðsjáanlega að gera stjórnarandstöðuna tortryggilega; fegra sjálfan sig, slá ryki yfir eigið úrræðaleysi.

Steingrímur virðist  vera  í endalausri "stjórnarandstöðu við eigin stjórn"  ekki hafa náð áttum sem ábyrgur forystumaður á erfiðum tíma; enda erfitt um vik þar sem Samfylkingin situr í skjóli við hann, hvítþvegin búin að steingleyma að hún var í ríkisstjórn í hruninu haustið 2008.

Vel má taka undir með formanni Sjálfsæðisflokksins (í seinni fréttum RUV í kvöld) þar sem hann vill horfa fram á veginn til að ná pólitískri samstöðu er virðis  borin von nema:   "grafa stríðsaxirnar" og hefja ábyrga samstöðu. Þjóðin er áreiðanlega dauðþreytt á stefnulausri ríkisstjórn er reynir í vandræðum sínum "moldvörpustarfsemi" með  ógilda fortíðarpappíra upp á borðinu; er gerir samninga við Breta/Hollendinga enn erfiðari vegna innbyrðis deilna. Hver græðir á framangreindu ástandi aðrir en Bretar og Hollendingar auk þess verðum við að athlægi á erlendum vettvangi er getur gert út um málstaða þjóðarinnar; er þó hefur verið þjóðinni í hag síðan forsetinn tók af skarið með höfnun Icesavelaganna.  
mbl.is „Stendur fyrir sínum skrifum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband