Páskar: Hann er upp risinn (Mk16.1-8)

1Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. 2Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. 3Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ 4En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. 5Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
6En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann.

 7En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann

sagði yður.“
8Þær fóru út og flýðu frá gröfinni því ótti og ofboð var yfir þær komið. Þær sögðu engum frá neinu því þær voru hræddar.

Halo

Eins og fram kemur í píslarsögum guðspjallanna (Matt. 26.-27. kap., Mark. 14.-15. kap., Lúk. 22.-23. kap. og Jóh. 18.-19. kap.) bar handtöku og krossfestingu Krists upp á páskahátíð gyðinga. Þess vegna varð páskalambið að tákni fyrir Krist í hugum kristinna manna eins og sjá má í Fyrra Korintubréfi Páls postula þar sem hann segir: „Því að páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur.” (5:7) Milli páskahátíðar gyðinga og páska kristinna manna eru því bein söguleg og hugmyndafræðileg tengsl sem meðal annars koma fram í hinu sameiginlega heiti hátíðanna.

 

(Vísindavefur Háskóla Íslands)


[


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband