Kirkjan/uppeldistofnanir - barnaníðingar samfélagsglæpir

Fréttir um barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar er heitasta umfjöllun heimspressunnar nú um stundir. Páfinn hefur harmað atburðina; það er sterkasta vopn kaþólsku kirkjunnar (allra trúfélaga) gegn barnaníðingum; að taka á málum presta innan hennar er  hafa verið barnaníðingar.

Nú er vitað að barnaníðingar sækja í störf meðal barna og unglinga þar sem þeir geta stundað iðju sína; en  allra síðustu ár verið viðurkennd opinber staðreynd er áður ekki mátt upplýsa.

 Þau mál er komið hafa upp á yfirborðið má telja toppinn á ísjakanum. Má nefna föður í Belgíu er lokaði dóttur sína inni í fjölda ára;  nauðgaði henni og átti með henni börn, svipuð mál komu upp í Bretlandi og einnig  í Frakklandi.

Hér á landi hefur komið ljós að stofnanir er áttu að gæta velferðar munaðarlausra barna voru beitt kynferðisofbeldi, barsmíðum og vinnuþrælkun. Má nefna Breiðuvíkurdrengina, Heyrnleysingjaskólann, Bjarg og  Kumbaravog. Vonandi er virkt eftirlit í dag, að barnaníðingar geti ekki þrifist hvorki í kirkjum, skólum, og leikskólum; ef svo er ekki halda barnaníðingar áfram iðju sinni.

Barnaníðingar munu halda áfram að þrífast með glæpi sína og mannréttindabrot ef innra og ytra eftirlit er ekki sívirkt innan kirkna, uppeldisstofnana - og heimila; en  erfiðara fyrir  glæpamennina ef þeir vita að ódæðisverkum þeirra verður ekki haldið leyndum hvorki í kirkjum eða uppeldisstofnunum.

Barnaníðingar og ofbeldismenn viðast vera samfélagslegt vandamál víða um lönd  getur átt rætur sína í uppeldi; einelti og ofbeldi  er rekja má til uppeldisstofnana/skóla er þarf að rannsaka betur   í framtíðinni.

Ábyrgð fjölmiðla er mikil; að  fjalla um framangreind mál af þekkingu  en ekki í æsifréttastíl.


mbl.is Fórnarlömb presta mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband