Læknar/menntamenn -horfist í augu við íslenskan veruleika.

Lausn á deilu lækna er komin í farveg samkomulags er vonandi þróast í viðunandi lausn fyrir alla aðila ekki síst sjúklinga og skattgreiðendur í landinu.  Tæplega verður horft framhjá erfiðu efnahagsástandi  þegar laun lækna og annarra menntamanna eru ákveðin; horfast í augu við þann veruleika að allir  stilli kröfum sínum í hóf.

Með allri virðingu fyrir læknum/menntafólki  þá verða laun þeirra að vera í samræmi við hvað þjóðarbúið getur borið. Háskólamenntun er dýr fyrir lítið efnahagskerfi að standa undir;   samt er menntun fyllilega sambærileg á heimsmælikvarða; læknar og aðrir  háskólanemar fá kennslu kostaða  af almannafé.

Krafa lækna vegna of mikils álags/ hærri  launa verður hjáróma rödd þegar allir aðrir stafsmenn spítala hafa orðið fyrir skertum launum/vinnutíma og auknu álagi sem og allri í samfélaginu; þótti við hæfi að skerða fyrst öryrkja, eldri borgara og ófaglært fólk en verður tæplega gengið lengra annars gæti orðið hávær mótmæli.

Ekki verður horft fram hjá þjóðhagslegri afkomu þegar laun eru ákveðin, menntamenn geta ekki krafist sömu launa og erlendis einfaldlega vegna þess að afkoma þjóðarbúsins stendur ekki undir þeim kröfum.

  
mbl.is Lausn fundin í læknadeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband