Almannahagsmunir - eða flokkshagsmunir!?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist hafa brugðist sjálfri sér, flokksmönnum og kjósendum flokksins með því að hafa ekki haldið fast við grundvallarhugmyndir um umbætur á íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu. Er það eingöngu flokkurinn sem skiptir máli? Var Ingibjörg ekki utanríkisráðherra og eiðsvarinn þingmaður um almannahag. Samfylkingin er "ekki þjóðin", Ingibjörg er ábyrg gagnvart allri þjóðinni í störfum sínum sem ráðherra og þingmaður.

Sama er að segja um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hún segir: ,... komist að þeirri niðurstöðu að það sé best fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eins og sakir standa, að ég láti af embætti varaformanns og fari í tímabundið leyfi sem þingmaður m.a. með tilliti til þeirrar þingnefndar sem er að fjalla um rannsóknarskýrsluna".

 Samt má hafa samúð með Þorgerði Katrínu vegna gerða eiginmanns hennar en breytir ekki ábyrgð hennar sem eiginkonu í sameiginlegum fjármálum.

Eru hagsmunir flokksins efst á blaði hjá þessum framangreindu, ráðherrum í hrunstjórninni auk þess að vera  eiðsvarnir þingmenn þar sem almannahagur er ofar flokkshagsmunum?

Hafa framgreinar konur ekki fyrst og síðast bruðgðist almannahag; eru flokksmasskínan, hagsmunahópar og flokksmenn  í fyrirrúmi? FrownHalo

Sorglegt ef fjórflokkarnir eru svo fastir í eigin hagsmunum að almannahagur er nánast aukaatriði.

(Frétt í Mbl. í dag bls. 12.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband