Frjálslynda flokkinn fyrir Kópavog? - eða strika út Ármann Kr. Ólafsson

Kynning frambjóðenda í komandi kosningum í RUV í kvöld var ekki áhugaverð hvað snerti gömlu fjórflokkana í Kópavogi, enginn þeirra traustvekjandi. Enginn nefndi velferðarkerfið eða félagslegt jafnræði; enda hafnað endanlega svoleiðis "lúxus" í framkvæmd með að seilast ofna í vasa eldri borgara til að bjarga fjárhag bæjarins.

Oddviti Sjálfstæðismanna Ármann Kr. Ólafsson "renndi sér bakdyramegin inn í prófkjörið" rétt áður en Rannsóknarskýrslan kom út; telja má víst að hann hefði ekki  orðið oddviti ef  hún hefði komið út áður.Ekki verður horft framhjá lánum og styrkjum oddvita Sjálfstæðisflokksins, Ármanns Kr. Ólafssonar, er fékk 265 millj. lán og styrk 1.050.000 millj. (Rannsóknarskýrsla nr.8.bls165-167).

Erfitt fyrir fólk er vill heiðarleika og mannvæna stefnu að sætta sig við framagreindan oddvita enda sjálfsagt að strika hann út í komandi kosningum; hann getur ekki orðið til frambúðar annars mun flokkurinn  missa traust og tiltrú

Frjálslyndi flokkurinn var sá eini er sýndi þá víðsýni að nefna velferðarmál á sinni stefnuskrá. Allir þessi nýju flokkar eru óskrifað blað en ekki verra að kjósa þá en siðspilltu gömlu flokkana með oddvita er hafa lítið annað fram að færa en valdahroka og litla yfirsýn yfir atvinnu- og velferðarmál.

Verður Frjálslyndi flokkurinn álitlegasti flokkurinn í komandi bæjarstjórnarkosningum   í Kópavogi; ekki  hægt að hugsa sér Sjálfstæðisflokkinn með "hrunoddvita" í brúnni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband