Vinstri grænir: velferð snúið á haus

Velferðarríki samkvæmt orðabók þýðir: " (iðnþróað) ríki ríki sem á að sjá hag þegna sinni borgið og vernda þá gegn ýmis konar áföllum, t.d. með ýmis konar tryggingum". Nú er merkingin velferð sett á haus hjá Ólafi Þór Gunnarssyni oddvita Vinstri grænna í Kópavogi, merkir fyrst og fremst  atvinna og menntun. 

Menntun er grundvallaratriði en er ekki fólgin í of mörgum háskólum; hér á landi  er kerfið orðið skrýmsli með fjórar háskóladeildir í lögfræði og enn fleiri í viðskiptafræði. Betra að hafa færri háskóla með vandaðar rannsóknir og víðtæka menntun er þjónar einnig atvinnulífinu enn betur - og  efnahagskerfið ræður við,  kemur að gagni fyrir og framþróun; hagræðing í háskólakerfinu er að kallandi verkefni.

Stefna Vinstri grænna í atvinnumálum er þrögnsýni og hugleysi við ákvarðanatöku. Helst má hvergi virkja og alls ekki nota erlent fjármagn. Hvernig væri staða þjóðarbúsins ef ekki hefði verið virkjað hér á landi með erlendu fjármagni?

Nýjasta dæmið er upphlaup vinstri grænna um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum er byggir á samvinnu við erlenda fjárfesta frá Kanada. Ekki má nefna rannsóknir í nágrenni Kerlingarfjalla er ekkert getur skaðað náttúrverndarsvæði þar. Hrunamenn horfa til framtíðar og vilja samstarf um orkunýtingu við erlenda aðila með ódýrari orku til uppbyggingar gróðurhúsaræktun þjóðinni til hagsbóta fyrir atvinnulíf - og ódýrari framleiðslu.

 Nei, ekkert í pípunum hjá Vinstri grænum nema skattahækkanir og aftur skattahækkanir er mun enn frekar lama atvinnulífið og skerða lífskjör fólks meira en orðið er.

Ólafur Gunnarsson er hámenntaður læknir með sérgrein í öldrunarlækningum er mundi betur nýtast í starfi sínu sem læknir; umdeilanlegt hvort svo dýrt menntaður maður á að vera í stjórnmálum?

Ekki álitleg stefna Ólafs Gunnarssonar að setja merkingu velferðar á haus og skilgreina hana fyrst og fremst sem menntun og atvinnu; á eggið að koma á undan hænunni?

 

 


mbl.is Vinstri græn vilja íbúatengilið í Kópavog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband