24.5.2010 | 05:32
Kópavogur: Fjórflokkarnir gráðug valdaklíka
Kópavogspósturinn (20.maí) birtir með áberandi hætti að bæjarráð hafi samþykkt samhljóða að draga til baka styttingu opnunartíma sundlauganna vegna mikillar óánægju bæjarbúa; nú eru það atkvæðin er þarf að halda utan um fram yfir kosningar.
Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson, jafnframt formaður bæjarráðs boðar lækkun á launum bæjarfulltrúa eftir kosningar en hvers vegna voru þau ekki lækkuð um leið og sundskatturinn var dreginn upp úr vösum eldri borgara!?
Er það ekki óeðlilegt að formaður bæjarráðs sé jafnframt íþróttarvallarstjóri, sitji báðu megin við borðið. Greinilega hafa fjórflokkarnir tekið í sínar hendur ákvörðunarvald og framkvæmda vald, sauðsvartur almúginn skal kyngja því sem að honum er rétt.
Önnur frétt í sama blaði greinir frá boði Blika þar sem fjórflokkarnir þreyttu íþróttakeppni , allir unnu jafnmikið. Hvers vegna var nýju framboðunum ekki boðið að vera með? Ekki vænlegt að þeir fái áberandi auglýsingu; betra að þegja þá í hel.
Yfirgangur fjórflokksins lofar ekki góðu næsta kjörtímabil þar sem ákvarðanir munu verða teknar á Exelskjölum án tillits til vilja bæjarbúa ; - samfélagsleg gildi og siðgæði fjarlægur draumur.
Gleðilegt að ný framboð hafa komið fram, ljós í myrkrinu, um gagnrýna og málefnalega umræðu.; vonandi tekst þeim að setja mark sitt á komandi kosningar þótt tíminn sé naumur.
Pólitísk völd í bæjarstjórn Kópavogs eru samansúrruð valdaklíka minni og meirihluta þar sem hagsmunir bæjarbúa skipta litlu máli heldur klíkustarfsemi og eiginhagsmunapot.
Mikil eftirsjá í Sigurði heitnum Geirdal sem bæjarstjóra og samstarfi þeirra Gunnars Birgissonar er var farsælt og mannvænt. Nú sitja við völd gráðugir valdhafar ; lítið reynt að skilgreina þarfir hagsmuna alls almennings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook