29.5.2010 | 08:03
Fjórflokkarnir virði vilja kjósenda!
Verði niðurstaðan að Besti flokkurinn fái sex fulltrúa er ekki annað í stöðunni en hann sitji í borgastjórn með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingu. Reyni Hanna Birna núverandi borgarstjóri að semja við Samfylkinguna sniðgengur hún vilja kjósenda, samstarfið yrði tortryggileg í ljósi Rannsóknarskýrslunnar, margir frambjóðendur (og þingmenn) hafa þegið ótæpilega styrki/mútur af Baugi og hrunbönkunum; aleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar mikil reiði gæti brotist út.
Eins og kunnug er hrundi efnahagskerfið, lífskjör fjölskyldna hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar um langa framtíð. Börnin sem nú eru að fæðast og vaxa úr grasi eiga ekki sömu möguleika og áður var. Verst verða þau þeirra úti er fátækust eru. Að því leyti erum við komin fimmtíu ár aftur í tímann þar sem mörg ungmenni þá áttu ekki möguleika á menntum sökum fátæktar.
Miðar við þessa kosningaspá verða fjórflokkarnir að virða niðurstöðuna ekki síst Sjáfiltæðisflokkurinn er hefur litið framhjá styrkjamálum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar með þögninni, Guðlaugur upplýsti ekki fyrir kosningar hverjir væru styrkjendur hans.
Drottningarviðtalið í Kastljósi fyrir skömmu við Guðlauf Þór um styrki/féboð hans var ekki Sjálfstæðisflokknum til framdráttar; Guðlaugur Þór skýldi sér á bak við lög er hefðu verið í gildi; siðferðilegu hliðina kom honum ekki til hugar að ræða.
Fleiri mál mál munu smátt og smátt dúkka upp ekki verður hjá því komist að ræða hina svokölluðu Mynsky skýrslu er Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður og prófessor samdi með prófessor Mynsky þar sem haldið er á lofti óraunhæfum væntingum til einkabankanna fyrir hrun; enn situr Tryggvi Þór á þingi eins og ekkert sé brást hann ekki sem þingmaður - og fræðasamfélagi háksólans sem prófessor?
Kjörstaðir opnaðir klukkan 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:30 | Facebook