Kópavogur: Gunnar Birgisson lykilmaður í nýrri bæjarstjórn?

Þrátt fyrir tap Sjálfstæðismanna yrði best fyrir Kópavog að nýju flokkarnir þrír og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta; að ráðinn yrði óháður bæjarstjóri. Fylgismenn Ármanns Kr. Ólafssonar unnu mest og best að tapi flokksins með herferð gegn Gunnari Birgissyni fyrrverandi bæjarstjóra leynt og ljóst.

En verkin tala sínu máli enginn sjálfstæðismaður hefur unnið eins ötullega að framfarmálum í Kópavogi og Gunnar Birgisson á öllum sviðum þar sem félagsleg gildi voru undirtónninn: uppbygging fyrir aldraða, öryrkja og geðfatlaða.

Kópavogur byggir um langa framtíð fyrst og fremst á starfi Sjálfstæðismanna í tuttugu ár; þar er hlutur Gunnars Birgissonar langstærstur.

Engin vafi að Framsókn þyrfti að vera utan við bæjastjórn næsta kjörtímabil hefðu líklega komið betur út ef Una María hefði skipað fyrsta sætið. Sama má segja um Samfylkinguna og Vinstri græna, fyrst og síðast voru stefnumál þeirra hatursáróður gegn Gunnari Birgissyni

Mín tilfinning er sú að Ármann Kr. Ólafsson reyni samstarf við Samfylkinguna jafnvel að þessir tveir flokkar hafi myndað "skuggaráðuneyti" áður en Ármann Kr. ákvað að fara í prófkjör gegn Gunnari Birgissyni og síðar til samstarfs í bæjarstjórn.

Fylgistap flokksins má rekja til forystu Ármanns Kr. Ólafssonar er læddist bakdyramegin í prófkjörið áður en Rannsóknarskýrslan kom út; styrkir og lán frá hrunbönkunum og líklega áhrifum Baugs hefur haft  sín áhrif.

Nú reynir á Gunnar Birgisson; hann gæti verið með lykilstöðu og ráðið með hverjum sjáfstæðismenn mynda meirihluta í bæjarstjórn.SmileHalo


mbl.is „Fjögurra flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband