31.5.2010 | 09:16
Valdagráðug óþjóðholl ríkisstjórn?
Aldrei í sögu lýðveldisins hefur setið lélegri ríkistjórn minnir helst á valdagræðgi Sturlunga á þrettándu öld er endaði með ánauð undir erlent vald eins og kunnug er. Erfiðar aðstæður í efnahagamálum er ekki orsök að óvinsældum; fremur yfirgangur og andstaða ríkisstjórnarinnar við þjóðina alveg sama hver réttarstaða hennar er.
Nú vill Jóhanna svokallaður forsætisráðherra taka málsskotsréttinn af forsetanum, til hvers? Til að geta ákveðið einhliða eftir geðþótta skuldaklafa á þjóðina og seinna inngöngu í ESB þegar til kemur.
Þótt stjórnin hafi hlotið pólitískt afhroð í sveitastjórnarkosningum mun hún sitja sem fastast enda kosningar ekki henni í hag. Reynt í lengstu lög að lappa upp á sakirnar þó ekki væri til annars en að ljúka við sjö milljarða gjafabréfið/samningana að koma þjóðinni til Brussel, sambands á fallandi fæti er ekki getur þrifist lengur; fátækari ríki/jaðarríkin munu falla hvert af öðru standa ekki undir kröfum af of hárri Evru eru eingöngu þjónar stórþjóðum ESB.
Vinstri grænir ættu að viðurkenna pólitískan stuðning sinn við inngöngu ESB hann er augljós hverju barni þrátt fyrir "undarlegan línudans" Ögmundar Jónassonar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook