Stóru flokkarnir milli steins og sleggju

Öllu gamni fylgir nokkur alvara er breyttist í raunveruleika Jón Gnarr varð "alvöruborgarstjóri". Enginn síst hann bjóst tæpast við þvílíku fylgi. Framboð hans varð vænlegasti kosturinn fyrir Reykvíkinga en hvers vegna? Almennir borgarar gera kröfu um stjórnmál þar sem hagsmunir þeirra eru ekki fyrir borð bornir.; kröfu um betri stjórnsýslu, betri viðskiptahætti, svik og prettir verði ekki lengur við líði.

Gnarr reynir að spila úr erfiðri stöðu ætlar að halda áhrifum sínum. Ekki árennilegt að taka saman við Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk. Engin oddastaða í þeirri stöðu stóru flokkarnir með yfirburða meirihluta hefðu fljótlega með bolabrögðum ýtt Gnarr til hliðar eftir stuttan tíma.

Nú hefur Gnarr "hreðjatök" á Degi B. Eggertssyni ef hann stekkur frá borði þá kemur Sjálfstæðisflokkurinn. Hvorugur stóru flokkanna mun þora í náinni framtíð að fara saman og hunsa Jón Gnarr. Eru hræddir við almenna reiði borgara en það er ágætt. Eiga skilið ráðningu svo ekki sé meira sagt.

Jón hefur sett stóru flokkana milli steins og sleggju; afar mikilvægt að halda sjó í ágjöfum er óhjákvæmilega á honum skella.

Spennandi verður að fylgjast með gengi Jóns Gnarr sem borgarstjóra  undirrituð óskar honum til hamingju með sigurinn og borgarstjórann.W00tHalo 


mbl.is Ætlar að vera skemmtilegur borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband