22.1.2007 | 14:12
Hjálmar Árnason - sigurvegari Framsóknar.
Undirrituð hefur alltaf haft mikið álit á Hjálmari Árnasyni, þingmanni fyrir málefnalega umfjöllun á Alþingi. Ákvörðun hans að hætta á þingi eftir að lenda í þriðja sæti er hárrétt; málefnaleg og drengileg. Áhersla hans nú er að Petrína Baldursdóttir Grindavík taki þriðja sætið, sem er sterkur leikur í stöðunni og kann að hafa úrslitaáhrif hvað Framsókn fær marga þingmenn á Suðurlandi.
Ef svo verður hefur Framsókn á Suðurlandi tryggt sér góða stöðu í öllu kjördæminu hvað varðar staðsetningu frambjóðenda, sem skiptir miklu máli í komandi kosningum. Þá verður auðveldara að ná samstöðu og yfirsýn yfir málefni kjördæmisins í heild. Hjálmar Árnason hefur sýnt og sannað að hann setur málefni og samtöðu ofar persónulegum hagsmunum og skilur kjördæmið eftir sterkara en ella fyrir sinn flokk ef tillögur hans ganga eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Athugasemdir
Petrína var bara ekki í framboði í þessu prófkjöri. Eygló Harðardóttir var í framboði og hún hlaut góða kosningu. Ég er fegin að Hjálmar dró sig í hlé, það hefði verið vægast sagt pínlegt að hafa karlmenn í þremur efstu sætunum. Það er hins vegar afar einkennilegt að gera atlögu að Eygló bara af því hún býr í Vestmanneyjum. Það er ekki eins og þeir sem verða í fyrsta og öðru sæti á listanum séu líka úr Vestmanneyjum.
Það er mógðun við allar konur að taka ekkert mark á því ef konu gengur vel í prófkjöri. Það verður afar ótrúverðugt út frá jafnréttisjónarmiðum að sækja konu sem ekki var einu sinni í framboði til að fara fram fyrir konu sem fór í framboð. Svoleiðis vinnubrögð höfða alls ekki til jafnréttissinna. Annars skrifaði ég pistla um þetta á mitt blogg
Áfram Eygló http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/106394/
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.1.2007 kl. 14:40
Hér er engin þörf á jafnréttissjónarmiðum þau eru til staðar.
Það sem skiptir máli er að Suðurnesjamenn fái fulltrúa til að sætta sjónarmið. Eins og ég sagði er það fylgi Framsóknar sem skiptir máli í kjördæminu: ... "að ná samstöðu og yfirsýn"...
Eygló fékk fjórða sætið og getur vel sætt sig við úrslitin.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.1.2007 kl. 14:53
Hjálmar Árnason er góður drengur. Hann er miklu betri drengur en þingmaður. Hann var stráfelldur í prófkjörinu vegna frammistöðu sinnar á þinginu. Það er augljóst. Ég er sammála því að hann gerði rétt í að taka ekki sætið sem hanan var kosinn í. En að láta sér detta í hug að taka konu, sem á nú aldeilis ekki farsælan þingferil að baki og sem auk þess var ekki í framboði í prófkjörinu, fram yfir konu sem tók þátt í baráttunni um sæti á listan getur varla talist lýðræðislegt.
Við erum að fara að kjósa í lýðræðsiríkinu á Íslandi en ekki í einræðisríkinu í Hvíta Rússlandi. Er það ekki rétt.
Guðni 23.1.2007 kl. 20:15
Hér er um talsvert samkomulagsatriði að ræða vegna þess að prófkjör í svona stórum kjördæmum þurfa endurskoðaðar reglur í framtíðinni. Eins og staðan er nú þá finnst mér eðlilegt að setja konu/mann inn í þriðja sætið af Suðurnesjum sem hefði ótvírætt fylgi þar.
Prófkjörið hefur farið fram og skilaboðin skýr í hvaða sætum frambjóðendur raðast líka í þriðja sætið.
Það er ekkert ólýðræðislegt við að það sé gert með öðrum hætti eins og á stendur. Hjálmar má hafa hafa tillögurétt um hver það yrði.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 23.1.2007 kl. 21:14