Meirihluti Alþingis - eða forsetavald?

Það fór um mig ónotahrollur að hlusta á Sigurjón Þórðarson (Frjálsl.) á Alþingi í morgun þegar hann hóf umræðuna um RUV- frumvarpið. Hann  minntist á fjölmiðlalögin "sællar minningar", ófarir stjórnarinnar þar sem fjölmiðlalögin voru dregið til baka eftir kosningar. Hugsaði, að nú styttist í að bænaskrá til forsetans yrði samin og send til Bessastaða.

Næst kom Mörður Árnason, alþingismaður með stutta yfirlýsingu um að umræðum stjórnarandsstöðunnar væri lokið. Sjaldan hef ég orðið meira undrandi en varð að viðurkenna að stjórnarandstaðan gerði það sem rétt var. Ekki var annað í stöðunni en að  virða stjórnskipun  og meirihluta Alþingis. Virðing mín á stjórnarandstöðnni óx til muna þar sem mér hefur þótt hún afar slök málefnalega bæði fyrir og eftir síðustu kosningar.Ekki þar fyrir að stjórnarandstaðan sé ekki í fullum rétti til að gera tillögur um breytingar á umræddum lögum. Það hefði verið farsælla að heyra í fjölmiðlum málefnalegar  tillögur frá stjórnarandstöðunni um það sem betur hefði mátt fara. Þær umræður sem ég hlýddi á gáfu mjög takmarkaða mynd hverju stjórnarandstaðan vildi breyta. Svona málþóf gefur almenningi ekki réttar upplýsingar. Fjölmiðlar þurfa að geta skýrt í stuttu máli helstu efnisatriði fyrir fólki  til að fá málefnalegt sjónarhorn. Ef næsti stjórnarmeirihluti vill breyta umræddum RÚV- lögum þá gerir hann það væntanlega  með samþykki meirihluta Alþingis.  Framkvæmd umræðna stjórnarandstöðunnar um umrædd fjölmiðlalög ("sællar minningar") var ekki til fyrirmyndar til að ná fram beytingum. Málefnið var ekki aðalatriðið heldur að koma stjórninni frá með tilheyrandi æsifréttamennsku. Þaðan af síður, að það verði hefð að forseti lýðveldisins grípi þar inn í með neitun undirskriftar á lögum frá Alþingi. Þá hlýtur að verða stjórnskipunarkreppa í íslensku stjórnkerfi/lýðræði. Skilaboðin til okkar í grasrótinni misvísandi. Almenningur sem kýs hið háa Alþingi á rétt á því að  meirihluti Alþingis sé virtur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband