Sjómannadagurinn: til hamingju sjómenn

 Herra Sigurgeir Sigurðsson fyrrverandi biskup mun hafa verið aðalhvatamaður að stofnun sjómannadagsins er var stofnaður í upphafi  til þess að efla samstöðu meðal sjómanna. Til að gleðjast , til að minnast látinna sjómanna og ætið haldin minningarguðsþjónusta í dómkirkjunni þar sem biskup Íslands hefur minnst drukknaðra sjómanna.  (Mbl  05.06.1988

Hinn fyrsti sjómannadagur rann upp yfir Reykjavik bjartur og fagur. Snemma dags voru fánar við hún um allan bæinn,öll skip voru í höfninni með skrautfánablæjur uppi. Mannfjöldinn  á  Skólavörðuholti var svo mikill að eigi verður giskað á með neinum líkum, sex til tíu þúsund manns. (Mbl 08.06.1938 Júní ) 

Sjómannasálmur 1 til 3. vers.

Nr 597

Sjá, bát á bárum hrakti,
um borð svaf Jesús þar.
Það ógn og angist vakti
að allt í hættu var.
Þá bregður Jesús blundi
og býður: Læg þig, haf.
Hvert ólag óðar hrundi
og ágætt veður gaf.

Guðs undur enn þá gerast
og öll á réttri tíð.
Um höfin hjálp mun berast
er harðna veður stríð.
Ei kvarta þarf né kveina
sé Kristur með um borð.
Oft sjómenn sjá og reyna
hans sígilt máttarorð.

Ef hann má fleyi fylgja
oss farnast vel mun þá
þótt rishá brotni bylgja
og brimi lífs um sjá.
Í gegnum hafdyn hranna
vér heyrum glöggt hans raust.
Hann, lífsins ljósið sanna,
vor leiðir fley í naust.

Valdemar V. Snævar.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband