24.6.2010 | 17:20
Burt með vinstri græna úr ríkisstjórn
Sumt má ríkissjóður taka á sig að mati Steingríms fjármálaféherra hann rauk upp til handa og fóta þegar félagsmálaráðherra minntist á að frysta laun ríkisstarfsmanna þegar aðrir launþegar í landinu hafa mátt þola skerðingu á launum, styttingu vinnutíma og uppsagnir; að ekki sé minnst á rán á bótum lífeyrisþega.
Af hverju má ekki afnema verðtryggingu lífeyrsjóðs ríkisstarfsmanna eða allir lífeyrissjóðir fái verðtryggingu; hvar er félagshyggja Vinstri grænna?
Ein af lausnum efnahagvandans eru Vinstri grænir úr ríkisstjórninni sem allra allra fyrst; Samfylking þó illskárri og er þá mikið sagt og skrifað.
Sem minnst tjón á ríkissjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.6.2010 kl. 07:35 | Facebook