Sjálfstæðisflokkurinn: Lýðræðisleg umræða og siðbót

Ragnheiður Ríkharðsdóttir getur haft sínar skoðanir  um Evrópusambandið en nú liggur afstaða landsfundar fyrir, hvort flokkurinn sundrast vegna hennar  eru ekki rök fyrir, ef Evrópusinnar geta ekki sætt sig við niðurstöðuna geta þeir gengið í Samfylkinguna þar er öruggur meirihluti fyrir aðild. Baráttan gegn ESB mun halda áfram innan (og utan) flokksins, línurnar munu skerpast, oft kemur logn á eftir storminum, Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki klofna vegna lýðræðislegra umræðna og afstöðu hvorki í ESB-aðild eða öðrum málum.

Gæti hinsvegar klofnað ef ekki verður tekið á spillingarmálum og siðferðileg umræða hafi meira vægi en verið hefur innan flokksins.

Lýðræðisleg umræða virðist ekki henta Ragnheiði Ríkharðsdóttur eins og glögglega kom í ljós á landsfundinum, að vilja ekki taka umræðu og afstöðu á óhóflegum styrkjum í framboðum flokksmanna .

Ragnheiði Ríkharðsdóttur ekki  til framdráttar eða fylgismönnum hennar að vilja ganga fram með yfirgangi til að ná fram stefnu sinni  þótt mikill meirihluti fundarmanna sé ósammála.


mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband