Er Jesús Kristur ekki höfuð kristinnar kirkju?

Allir geta látið þung orð falla og Biskup Íslands hafði hugrekki að biðjast afssökunar á orðum sínum. Um hvað snýst afsökunarbeiðnin? Eru það óheppileg orð er hefðu mátt vera mildari eða er hann að biðjast afsökunar á að telja hugtakið "sígilt hjónaband verði afnumið" með þá væntanlegum lögum"? Var "sígilt hjónaband" ekki afnumið hér á landi með umræddum lögum?

Guðrún Karlsdóttir, sóknarprestur í Grafarvogi lét þau orð falla í fjölmiðlum á s.l. prestastefnu að kirkjan yrði að fylgja eftir nútímasamfélagi um rétt samkynhneigðra ?, þannig skyldi undirrituð orð hennar.

Er ekki Jesús Kristur höfuð kirkjunnar; eigum við ekki að reyna að feta fótspor hans veikum mætti? Er meiningin að snúa hugtakinu við og Kristur fylgi okkur; eftir því hvernig vindurinn blæs?

Kærleikurinn er vissulega eitt æðsta boðorð kristinnar trúar; en þarf ekki endilega að falla að skilningi  einstaklinga eða samfélags eftir hentistefnu eða tíðaranda.WounderingHalo 

 

 


mbl.is Biskup Íslands biður samkynhneigða afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband