Frjálslyndi flokkurinn - stefna í innflytjendamálum

Berglind Ásgeirsdóttir, fulltrúi gerði grein fyrir innflytjendamálum hér á landi í stórum dráttum á Stöð2 í kvöld. Fjölgun innflytjenda hér hefur orðið afar hröð og þeir komið vegna skorts á vinnuafli. Undirrituð er ekki í frjálslynda flokknum en henni finnst umræðan beinast of mikið af sjónarmiðum Frjálslynda flokksins sem kynþáttahatara og jafnvel gera þeim upp skoðanir. Það sem er að gerast í þessari umræður er, að ekki koma fram neinar tillögur um hvernig brugðist skuli við við auknum fjölda erlends vinnandi fólks sem hingað streymir.

Virðist eins og sé verið  að fela málefnalega umræðu með lákúrlegri umræðu eins og átt hefur sér stað undanfarið. Það er nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnarmeirihluta að sýna fram á bætta aðstöðu í búsetu innflytjenda fyrir kosningar og setja sér framtíðarmarkmið.

  Í Kanada var það stefna stjórnvalda að fjölga þjóðinni með innflutningi á fólki. Hér á landi hefur komið hingað fólk í ófaglærð störf vegna skorts á vinnuafli. Innflytjendur hafa skapað hér hagvöxt og greiða u.þ.b. sjö milljarða í skatta á ári. Svo til ekkert atvinnuleysi er meðal innflytjenda hér á landi. Má segja að meðan svo er þá sé fjölgun erlends vinnuafls ekki vandamál. En það gefur að skilja að hér geti skapast vandamál meðal innflytjenda þegar fleiri þúsund manns koma hingað á stuttum tíma. Við getum lært af öðrum þjóðum til að koma í veg fyrir vandamál.Í Frakklandi komu innflytjendur í störf þeirra sem fyrir voru og skapaði það mikla spennu.Upp hefur komið sá vandi hér að húsnæði hefur verið ófullnægjandi fyrir innflytjendur því stjórnvöld voru ekki undir búin svo hraða þróun sem orðið hefur. Huga þarf að heilbrigðismálum og félagsþjónusu fyrir fólkið. Þá þarf að auka íslenskukennslu mikið til að fólkið geti aðlagast okkur og orðið íslenskir ríkisborgarar ef það svo kýs. Hér er þegar  vandi á höndum sem verður að taka á, til að innflytjendur einangrist ekki í samfélaginu og verð andfélagslegur hópur gegn okkur eins og gerst hefur víða erlendis.Um 45% af erlendu fólki hefur fengið ríkisborgararétt hér á landi af því fólki sem kom hinga á tíunda áratugnum en það tekur sjö ár að fá hann.  Meðal þessa fólks er hámenntað fólk sem þarf að virkja í atvinnulífinu. Það gerist ekki heldur nema að íslenskukennsla verði stórefld .  Fram hefur komið í umræðunni bæði á Alþingi og hér í blogginu að Frjálslyndi flokkurinn væri fyrirmyndi flokka frá nágrannalöndum okkar þar sem gert er út á hatur og fordóma til fólks af lituðum og framandi kynþáttum. Að framasögðu er gert út á lægstu hvati mannsins til að fá fylgi.Undirrituð kynnti sér áherslur í stefnu frjálslyndra í ræðu Guðjóns A. formanns  flokksins um helgina og tók þær upp orðrétt. Ekki virðist hér vera um kynþáttahatur að ræða heldur koma fram lík sjónarmið sem Berglind Ásgeisdóttir greindi frá  í viðtali sínu í kvöld. Undirrituð er ekki í frjálslynda flokknum en henn finnst umræðan beinast of mikið af sjónarmiðum Frjálslynda flokksins sem kynþáttahatara og jafnvel gera þeim upp skoðanir:Nokkrar áherslur  (stefnræða formanns síðustu helgi)
Eftirfarandi þarf að hafa að leiðarljósi við þá vinnu sem nú er framundan í þessum málum:

- Brugðist verði sérstaklega við áhrifum frjáls flæðis erlends vinnuafls á vinnumarkaðinn sem leitt getur til lækkunar launa.

- Fylgjast þarf með fjölgun starfsmanna á vegum starfsmannaleiga.

- Stéttarfélög fái heimildir til að fara í fyrirtæki og krefjast þess að fá að sjá launaseðla, vinnuskýrslur og önnur gögn sem varða erlenda starfsmenn svo unnt sé að fylgjast með því að ekki sé brotinn á þeim réttur. Fjöldi erlendra starfsmanna hefur ekki verið tilkynntur til Vinnumálastofnunar, eins og lög gera þó ráð fyrir. Herða verður eftirlit með atvinnurekendum og óskráðum starfsmönnum, kjörum þeirra og búsetu.

- Unnið verði að því að staða þess starfsfólks sem þegar er komið til landsins verði könnuð, fjölskylduhagir og áform þeirra í næstu framtíð varðandi hugsanlega framtíðarbúsetu á Íslandi. Þannig verður unnt að spá fyrir um t.d. fjölgun skólabarna, þörf á kennslu í íslensku og öðrum þáttum er varða aðlögun o.fl. til framtíðar að talsverðu leyti.

- Við teljum brýnt að kannað verði hvort þeir, sem vilja setjast hér að um lengri eða skemmri tíma, hafi hugsanlega sakaferla.

- Meta verður menntun innflytjenda, bæði hvað varðar iðnmenntun og æðri menntun.

- Heilbrigðisyfirvöld þurfa að vera á varðbergi varðandi smitsjúkdóma eins og berkla.

- Mikilvægt er að virkja innlent vinnuafl frekar en nú er gert, og þannig nýta betur þann mannauð sem fyrir er í landinu. Það mætti gera með breytingum á skattakerfi, þar sem tekið yrði tillit til skerðingarreglna sem bitna nú harðast á eldri borgurum og öryrkjum, sem og því hvernig skattbyrði hefur þróast gagnvart lágtekjufólki. “

Er verið að fela réttindamál varðandi innflytjendur með ómálefnalegri umræðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband