Með M.s Goðafossi - "Brunnu hlutabréfin"?

Meðan beðið er í slipp í Danmörku eftir eldsvoðann í Goðafossi má velta fyrir sér hvað varð um Eimskipafélagið, það var stofnaða 17. janúar 1914. Hluthafar voru fjórtán þúsund einstaklingar ríkir og fátækir; en hver og einn  mátti aðeins fara með örlítið atkvæðamagn á aðalfundi en sú takmörkun var afnumin síðar.

Undirrituð man eftir sem barn að afi og amma áttu hlutabréf er voru geymd á virðulegum stað í skattholinu. "Eimskipafélagið er óskabarn þjóðarinnar  gerir okkur efnahagslega sjálfstæð höfum ekki haft eigin siglingar til og frá landinu í mörg hundruð ár", sagði amma.

 Faðir minn eignaðist bréfin síðar og keypti undirrituð þau af dánarbúi hans (1996), gat ekki hugsað sér að þau lentu út úr fjölskyldunni. Ekki var upphæðin stór kr. 70 þús. á nafnvirði heldur ímyndin úr barnæsku, að Eimskipafélagið skipti  máli sem almannahagsmunir.

Síðan kom einkavæðingin til sögunnar Landsbankinn keypti Eimskip, undirrituð fékk sent bréf um að nú væri hún hluthafi í Landsbankanum -  með innilegum hamingjuóskum.

Hún hafði aldrei hugsað sér að selja umrædd bréf en hafði ekkert um það að segja.

 Eftir hrunið kom tilkynning um að hlutabréfin væru að upphæð kr 0 - engar hamingjuóskir fylgdu í það skiptið.

Eimskipafélagið; óskabarn þjóðarinnar og almannahagsmunir voru þurrkauð út.FrownHalo

 

Framhald

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband