11.11.2010 | 08:23
Með M.s Goðafossi - "Kolkrabbinn kemur í ljós"
Goðafoss 15. dagur erum í slipp ennþá: Þrátt fyrir að Eimskipafélagið væri stofnað með almannaheill að leiðaljósi hafði samþjöppun eignar orðið veruleg 1991, þá áttu 15 til 20 aðilar um 40% af hlutafénu. Svonefndur "Kolkrabbi" í burðarliðnum (græðgi, hroki, og ósvífni), sölsaði undir sig smærri fyrirtæki eða rústir þeirra er urðu gjaldþrota. Morgunblaði hóf hörð viðbrögð. Þar bar hæst Matthías Johannessen, skáld, ritstjóra Mbl., ritsnjallasta penna blaðamanna fyrr og síðar:
Ekki er úr vegi að taka mið af þessari frásögn og láta hana hafa áhrif á hugmyndir sínar um það að opna borgaralegt lýðræði sem við viljum lifa í og breytt getur arðsvon og ávöxtun í þá hvatningu sem hverjum manni nauðsynleg. það er hið sameiginlega átak einstaklingsins sem er grundvöllur allrar velmegunar.
Allar framkvæmdir eru undir því komnar. Það eru þær sem eru svo forsenda þess auðs sem eflir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga, velferð og samhjálp. Það er þetta mannúðarþjóðfélag sem við erum að reisa úr von og draumum. Það er engin rómantík. Það er engin fortíð. Það er í senn blákaldur veruleiki og áskorun um æ betra þjóðfélag, ekki handa fáum útvöldum, ekki handa fáum ríkum; heldur allri þjóðinni; fólki af öllum stéttum.
Enn er svo einnig nóg svigrúm fyrir þá sem skara fram úr án þess þeir þurfi að breyta hugsjónaeldi heillar þjóðar í heimilisarin fyrir sig og samstarfsmenn sína.(Reykjavíkurbréf Mbl, 17.mars 1990.)
Reykjavíkurbréf Mattíasar sagði allt er segja þurfti; en ætti að vera leiðarljós í dag við endurreisn fyrirtækja og heimila;og efnahagslíf þjóðarinnar í heild þar sem mannúð og velferð allra er leiðarljósið.
Þeir sem skara fram úr og vilja skapa verðmæti verða að hafa siðferðileg gildi að leiðarljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook