14.11.2010 | 01:39
Í STORMI
Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: "Herra bjarga þú, vér förumst."
Hann sagði við þá : "Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?" Síðan reis hann upp og hastaði á vindinn og vatnið, og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: "Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.
(Biblían: Matteus 8. kafli 23.til 27. ritningargreinar.)
Kristur er alltaf nálægur í erfiðleikum okkar hvort sem er í lífinu -eða í aftaka veðri á sjó; þótt við sjáum enga von fram framundan, þá er trúin á hann er öllu bjargar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Facebook