17.11.2010 | 14:55
Stórþjóð hindrar afhendingu Nóbelsverðlauna.
Sorglegt þegar milljarða þjóð býr við svo mikla harðstjórn, ekkert tjáningarfrelsi einstaklinga, þá verður stjórnkerfi og menning lituð af kúgun; mannleg samskipti ómanneskjuleg; rétturinn til að gagnrýni er fjarri veruleikanum.
Ef til vill er algjört tjáningarfrelsi í raun tæplega til; margir þurfa að gjalda þess með lífi sínu og setja framtíð sína og fjölskyldna í hættu; einræðisríkin eru verri þar sem þau innbyggja í stjórnkerfi sitt að tjáningarfrelsi sé ekki til staðar.
Við getum velt fyrir okkur hér á litla Íslandi hvort tjáningarfrelsi njóti sín fullkomlega; hvað skyldu margir vera reknir úr vinnu eða verið hótað fyrir að standa á skoðunum sínum; um það sem betur mætti fara?
Friðarverðlaun ekki afhent? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook