Hatursfull árást á kjör sjómanna.

Eitt fyrsta verk "velferðarstjórnarinnar" undir forystu Steingríms var afnám sjómanaafsláttar ;réttmætar greiðslur til sjómanna fjarri heimilum sínum við hættulegar aðstæður úti á sjó. Hljómar undarlega þar sem ríkisstarfsmenn hafa lífeyri sinn verðtryggðan; fari þeir út úr skrifstofu sinni eru þeir á dagpeningum og greitt  fyrir akstur þeirra vel og ríkulega.

Má telja að Steingrímur hafi notið ráðgjafar sérfræðinga skattsins er virðast hafa litla yfirsýn yfir störf sjómanna og valda  fjandsamlegum aðgerðum þeirra. Sitja í "glerhúsi",  sjá ekki  skóginn fyrir trjánum, þegar horft er til hagsmuna sjómanna; sjálfir með  hlunnindi  langt umfram hlunnindi sjómanna.

Steingrímur J. Sigfússon má skammast sín fyrir að hafa gengið svo grimmt að sjómannastéttinni ; úr byggðarlagi (Langanesbyggð) þar sem veður eru válynd og oftar en ekki  erfitt til sjósókna.FrownHalo 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband