NAFTA betri kostur en ESB?

Ísland er í erfiðri aðstöðu í samningum um makrílveiðar ef til vill vegna smæðar sinnar en  að sama skapi er landfræðileg lega landsins styrkleiki. Margir telja að við sem smáríki verðum að hafa bakland stórþjóða; Samfylkingin heldur fram þeim rökum að þar sé ESB vænlegast.  En er það svo, bandalagið sjálft hefur viðurkennt óstjórn í sjávarútvegi innan sinna vébanda og vísað á Ísland er hefur tekist miklu betur að stjórna sínum fiskveiðum; samt hefur Samfylkingin gengið fram fyrir skjöldu að ófrægja íslenskan sjávarútveg, aldrei komið með nýtilegar tillögur um það sem betur mætti fara nær eingöngu verið ófrægingaráróður um greinina; til rökstuðnings um  að okkar efnahagslega sjálfstæði verði best borgið innan ESB.

Okkar landfræðilega staða kallar á samvinnu við ríki á norðurhvelinu nú og einnig þegar litið er til framtíðar ef siglingaleið opnast yfir Norðurpólinn.

Brýnt er að skoða betur samstarf við NAFTA, fríverslunarsamning Kanada, Mexíkó og USA. Dollarinn er ekki síðri/betri gjaldmiðill en Evran er nú stendur völtum fótum.

Landfræðileg staða Íslands styrkir stöðu okkar að leita samstarfs við Norður-Altlandshafslöndin.

Þótt við eigum mikil viðskipti við Evrópu þurfum við ekki að ganga í ESB, fiskafurðir til þeirra eru þeim ekki síður mikilvægar en okkur.WounderingHalo


mbl.is Segja Íslendinga ekki virða leikreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband