3.12.2010 | 13:46
Besta nýársgjöfin - ríkisstjórnin fari frá!
Eftir þvílíka leiksýningu með lífeyrisjóðum og bönkum yrði besta nýársgjöfin ef Jóhanna Sigurðardóttir gengi á fund forsetans á Bessastöðum um áramótin og skilaði umboð sínu sem forsætisráðherra; - forsetinn skipaði síðan utanþingsstjórn. Þörf er á styrkri stjórn er nýtur hlutleysis Alþingis en getur tekið ákvarðanir óháð stjórnmálaflokkunum; er alltaf eru í sama farinu, í sýndarleik til að reyna halda fylgi eða öllu heldur ná fylgi á nýjan leik.
Framangreind hugmynd er betri kostur fyrir Jóhönnu og Steingrím heldur en hrökklast frá með skömm ef þau samþykkja Icesavesamningana.
Reikna má með að forsetinn leggi þá samþykkt fyrir þjóðina og hún hafni henni. Almenningur á ekki að bera fall einkabankanna. ''Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna'', eins og Davíð Oddsson lýsti réttilega yfir í kjölfar efnahagshrunsins.
Rætt um verulegar afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook