Herferð gegn prófkjörum - og spillingu?

Nú ætlar Samfylkingin í andlitslyftingu er efst á blaði að opnum prófkjörum verið hætt. Ekki er tilgreint nánar hvað eru opin prófkjör og hvað lokuð prófkjör. Minnir endilega að prófkjör Samfylkingar í Kópavogi hafi farið fram á lokuðum félagsfundi þar sem fáir aðilar völdu frambjóðendur. Svoleiðis ''lokuð prófkjör'' er tæplega til fyrirmyndar eða prófkjör þar sem allir geta gengið í viðkomandi flokk mínútu fyrir prófkjörið eins og átti sér stað hjá Sjálfstæðimönnum í Kópavogi; ekki einsdæmi fréttir komu um prófkjör þar sem talið var að íþróttafélög hefðu alfarið ráðið prófkjörum, minnir eitt af þeim prófkjörum hafi farið fram á Akureyri.

Að framansögðu var hægt að ganga í fleiri en einn flokk og gerast félagi ef ekki urðu þau úrslit er menn vildu helst.

Prófkjör hafa löngu gegnið sér til húðar frambjóðendur hafa ruðst áfram með fjármagni  keypt sér atkvæði er hefur skapað spillingu; sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Auðvelt að fletta upp í Rannsóknarskýrslu Alþingis og sjá  hverjir fengu mesta fjármagnið.

Hins vegar eru prófkjör Vinstri grænna yfirleitt harðlokuð í anda ''sovétkommonista''.

Erfitt verður að finna gallalausa leið en koma verður í veg fyrir að menn geti hlaupið á milli allra flokka og kosið þá sem þeim hugnast.  Ef til vill er lausnin að frambjóðendur verði að hafa verið flokksbundnir ákveðinn tíma fyrir kosningar ef það er framkvæmanlegt - síðan fari kosningin fram fyrir opnum tjöldum?

Sjálfstæðísflokkurinn á mikið starf fyrir höndum að taka til hjá sér vegna framboða ef hann ætlar að standi undir nafni sem flokkur allra stétta.FrownHalo


mbl.is Opnum prófkjörum verði hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband