Forsætisráðherra hendir stríðshanska á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki!?

Telja má að forsætisráðherrann þvaðri og blaðir í niðurlægjandi tón um íslenskan sjávarútveg, hrópar ''sægreifar og fámenn valdaklíka íhaldsaflana'' en kemur  ekki nálægt vandamálinu af ábyrgð og sanngirni; atvinnuveginum sem nú um stundir heldur þjóðinni á floti   í þrengingum sínum. Hvers vegna má ekki semja við útgerðarmenn um sanngjarnar greiðslur af veiddum fiski  eftir verðmæti og söluverði - og sníða þá  vankanta af fiskveiðikerfinu með lögum sem talið er nauðsynelegt?

Aldrei getur orðið sátt um að innkalla veiðiheimildir/kvótann í ríkiskassann, aldrei verður hægt að leggja niður takmörkun fiskveiðiheimilda; að leggja veiðiheimildir undir ríkiskassann þar sem pólitísk öfl ráðskast með fjármunina er ekki skynsamleg lausn og mun draga úr framleiðni fyrirtækjanna þegar til lengri tíma er litið; það er að fara úr öskunni í eldinn. Mögulegt er að setja lög um að fiskveiðiauðlindin tilheyri þjóðinni en er ekki sama og ríkiskassinn.

Samningar um fiskveiðar þurfa  að ná yfir fiskveiðar í víðum skilning; fiskveiðar eru atvinnurekstur sem þarf að bera sig með arðsömum hætti þar við bætast launagreiðslur, fyrirtæki sem þjóna sjávarútveginum og skapa atvinnu og verðmæti; eðlilegt að kjarasamningar fylgi þar með.

Fiskveiðar eru svo stór hluti í þjóðarbúskapnum að raunhæft er að setja skilyrði um heildstæða samninga einnig við verkalýðsfélög; þegar Samfylkingin með forseta Alþýðusambandsins í taumi beitir pólitískri kúgun til að ná fram markmiðun sínum.

Pólitískar upphrópanir Samfylkingarinnar bæta ekki ástandið allra síst þegar forsætisráðherrann sjálfur skýtur sér undan merkjum og er forsöngvarinn.

 (Fundur Samfylkingar minnir á fundinn er kratarnir héldu  fyrr á árum með tilheyrandi fjölmiðlakastljósi; sátu og nöguðu útlend kjúklingabein til að mótmæla íslenskri framleiðslu, það voru rökin í málinu.)

 


mbl.is Ögurstund í sjávarútvegsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband