Stjórnmálaprófessor - þræðir hárfínt framhjá lögum?

 Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálaprófessor virðist vera umhugaða um að stjórnlagaþingið verði haldið hann segir í Fréttablaðinu (28.01, bls18): ''Meti Alþingi það svo að ólíklegt sé að misbrestir í framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings hafi haft áhrif á niðurstöðurnar er því að sjálfsögðu frjálst að fara fram á það  við þá einstaklinga sem þar fengu stærsta atkvæðahluti að þeir taka sæti á nýju stjórnlagaþingi''.

 Er ekki prófessorinn að viðra þá hugmynd að  Þorvaldi Gylfasyni, prófessor (og pólitískur greinaskrifari Samfylkingar í Fréttablaðinu) verði falin forystan í stjórnarskrármálinu?

Gunnar Helgi gengur svo langt í rökstuðningi sínum að  í Alþingiskosningunum eftir setningu laga um stjórnlagaþing  hafi 85,1% kjósenda kosið  í apríl 2009;  í raun hafi almenningur þá einnig verið að kjósa fulltrúa sem bæru ábyrgð á á hlutverki stjórnlagaþings.

Hann rökstyður álitið  frekar að  samkvæmt stjórnarskránni  geti aðeins Alþingi breytt stjórnaskránni tvisvar með þingkosningum á milli. En þar sem meirihluti Alþingis hafi samþykkti lög um að kosningar um að stjórnlagaþing skyldi framkvæma, ekki hafi  komið fram stórvægilegir gallar á umræddri kosningunni;  því sé frambærilegt að Alþingi kjósi aftur einungis þá einstaklinga er fengu stærstu atkvæðahluta til áframhaldandi þingsetu án þess að nýjar kosningar fari fram.

Undirrituð telur álit Gunnars Helga Kristinssonar með pólitískum undirtón  þræði hárfínt fram hjá lögum ;  löglegt en siðlaus.

Skásta lausnin er að kosið verið aftur til stjórnlagaþings, lögin einfölduð  er samþykkt voru á Alþingi um framkvæmd þingsins. Hægt að skilja  á mannamáli hvernig atkvæðamagn hafði á kjör þingmanna innbyrðis, að frambjóðendum verði fækkað verulega, að Reykjavíkursvæðið í krafti atkvæðamagns ráði ekki alfarið kosningunni.

Engin samtaða var innan þingsins um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings þótt telja megi að allflestir þingmenn hafi viljað endurskoðun stjórnarskárinnar. Undir yfirborðinu krauma pólitísk sjónarmið enda fumvarp um stjórnlagaþingið runnið undan rifjum Samfylkingar og ráðgjafa hennar. 

Alþingi verður að ná samstöðu um nýja framkvæmd kosninga til stjórlagaþings sem allra fyrst; óhjákvæmilegt að endurtaka kosninguna þótt kostnaðrsamt sé.FrownHalo


mbl.is Ekki fráleitt að skipa þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband