Alþingi: Réttarfar og siðferði fótum troðið!?

Dómsmálið á hendur Geir H. Haarde  hófst með  pólitískri kosningu í þinginu þar sem Samfylkingin  hvítþvoði aðild sína að efnahagshruninu; engu að síður voru Jóhanna,forsætisráðherrann og Össur, utanríkisráðherra  aðilar að stjórnarsamstarfinu þegar ofviðrið skall yfir þjóðina; hneppti hana í ófyrirsjáanlegar skuldir og verri lífskjör til framtíðar.

Þegar Landsdómur kallar Geir fyrrverandi forsætisráðherra fyrir  mun koma í ljós kattarþvottur Samfylkingar í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Má segja að Vinstri grænir hafi fylgt fast á eftir að sakfella Geir einan aðeins til að geta verið attaníossar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Má telja að aldrei hafi eins fjandsamleg ríkistjórn setið í landinu gagnvart þjóðinni; skattpíning meiri en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  nokkru sinni krafðist.

Geir Haarde hélt fast um stjórnvölinn; var einn af þungaviktarmönnum þegar bankarnir féllu og óreiðubankarnir skyldir eftir; bjargaði því sem bjargað varð.

Þótt Geir H. Haarde hafi verið verkstjórinn í umræddri ríkisstjórn er  það  álit  undirritaðrar að hann beri ekki sökina einn; ekki gott fordæmisgildi  þegar til framtíðar er litið. PoliceHalo


mbl.is Réttarfarslegt hneyksli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband