Bæjarstjóri Kópavogs: - Siðlaus bílanotkun

Afstaða bæjarstjórans í Kópavogi er í samræmi við tíðaranda útrásar, hroka og græðgi. Farið á svig við lög en siðgæði  fótum troðin; löglegt en siðlaust? Siðlaust af bæjarstjóra Kópavogs að nýta bíl bæjarins fyrir aðra fjölskyldumeðlimi ekki nóg með það heldur virðist notkun fjölskyldunnar ganga fyrir; í krafti valdsins teknir aðrir bílar bæjarins í starfi bæjarstjórans. Til að bæta gráu ofan á svart fær bæjarstjórinn blessun endurskoðenda/lögfræðinga bæjarins, ástæða væri að fylgjast með störfum þeirra ; fara þeir á svig við lög eða ekki að lögum í störfum sínum?

Trúverðugleika bæjarstjórans má draga stórlega  í efa sem æðsta yfirmann bæjarins eftir framangreindar yfirlýsingar.ShockingHalo 

Fyrri afglöp bæjarstjóra og bæjarstjórnar er vitað er um:

 Nýlega voru atvinnulausir í Kópavogi sviptir ókeypis sundferðum og bókasafni;atvinnulausum er nauðsynlegt að hafa aðgang að líkamsrækt og bókasafni til að viðhalda heilsu sinni og sjálfsmynd;virðist sama leiðin og þegar eldri borgarar í Kópavogi voru sviptir sundferðum sínum á fyrra ári;þá var keyptur dýrindis farsími handa bæjarfulltrúum fyrir kr. 40 þús er þeir nota sér að kostnaðarlausu og þótti forseta bæjarstjórnar alveg sjálfsagt; á  sama tíma var hægt að fá ágætis síma fyrir kr.18.000 er vel hefði mátt duga - eða hreinlega mátt sleppa símakaupunum. SidewaysHalo


mbl.is Bæjarstjóri gagnrýndur fyrir bílanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband