Konudagur: - Merk kona kristninnnar

María Magdalena eða María frá Magdölum var  ein af þeim konum sem fylgdu Jesú og lærisveinum hans. Samkvæmt guðspjöllunum var hún sú fyrsta sem sá Jesú upprisinn og sagði lærisveinunum frá því. Þar segir jafnframt að Jesú hafi hreinsað hana af illum öndum og að hún hafi verið ein þeirra sem krupu við krossinn þegar hann dó.

Miklar umræður og vangaveltur hafa verið um Maríu Magdalenu. Sumar trúardeildir kristninnar vilja meina að einnig sé átt við Maríu Magdalenu á fleiri stöðum þar sem talað er um Maríu í guðspjöllunum, svo sem að María systir Lazarusar, María frá Betaníu og María sem smurði höfuð Jesú með olíu (Lúkasarguðspjall 7: 37-48) séu í raun allar María Magdalena. Aðrir hafna þó þessum hugmyndum.

Margir hafa einnig viljað meina að María Magdalena hafi verið gleðikona áður en hún gekk til fylgis við Jesú, en það kemur þó hvergi fram í guðsspjöllunum. Miklar vangaveltur hafa einnig verið uppi um eðli sambands Jesú og Maríu Magdalenu. Á seinustu árum hafa hugmyndir um að þau hefðu í raun verið gift og átt barn saman orðið heimsþekktar með útkomu bókanna Holy blood, holy grail og DaVinci lyklinum.

Halo Góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband