Þjóðin stendur ekki undir Icesaveskuldinni!

Háskólamennirnir Ólafur Ísleifsson,lektor, Þórólfur Mattíasson, prófessor, Gylfi Magnússon, lektor fyrv. viðskiptaráðherra (Mbl í gær bls14) sendu frá sér yfirlýsingu þegar átti að greiða Isesave II, að allt færi á versta veg ef þjóðin greiddi ekki;- ekkert gerðist. Vilhjálmur Egilsson grenjaði eins og venjulega; -  umhugsunarvert þegar virtir háskólamenn taka undir grátinn, hætta sínu fræðilega áliti með beinlínis pólitískum yfirlýsingum, munu þeir njóta trausts sem slíkir í framtíðinni?

Nú má telja  60 til 80% af fjölskyldum berjist í bökkum, að halda heimilum sínum á floti eiginlega ekkert eftir nema fyrir salti í grautinn með útsjónarsemi. Vaxtabætur eru ekki leiðin, hitta seint eða aldrei í mark til þeirra er þurfa kjarabætur; leiðir aðeins af sér hærri skatta en enga kjarabót?

Fyrr eða síðar mun brjótast út almenn reiði vegna sífellt hærri skatta vilja stjórnvöld fá fólk æðandi út í mótmæli líkt og í löndum Afríku?

Þingið þarf að lögleiða lægstu laun til að bjarga stórum hluta af umræddum fjölskyldum. Síðan Geta Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson samið um laun handa þeim er meira hafa. Forysta verkalýðshreyfingarinnar stendur ekki undir nafni sem hagsmunasamtök þeirra er minna hafa. Ef lægstu laun yrðu lögleidd þá yrðu þeir sem hærri laun hafa að stilla kröfum sínum  í hóf. Engin önnur lausn er á launakröfum eins og ástatt er í þjóðfélaginu.

Er ekki komin tími til að velferðarstjórn Jóhönnu,forsætisráðherra geri tilraun að standa undir nafni?

FrownHalo


mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband