''Ungir til dáða gamlir til ráða''

Gott að ungir og aldnir hittist og uppfræði hverjir aðra, í hraða nútímatækni hafa margir þeir sem eru á efri árum ekki átt þess kost að kynnast tölvutækni. Unglingar í dag læra á tölvur strax í bernsku muna ekki eftir öðru. Með samskiptunum opnast nýr heimur fyrir eldri borgurum  þeir geta fylgst miklu betur með líðandi stund. Athafnaþrá unglinga nýtur sín í uppfræðslunni, þeir njóta sinna eigin verka- annars er voðinn vís: Of lengi má ungur maður hóglega lifa, þá verður aldrei úr honum dugandi bóndi segir gamall málsháttur''.

Kjarni allra spakmæla um æsku og elli kristallast í einu þeirra: Ungir  til dáða, gamlir til ráða, en dáð merkir hér að vinna verk. Hér kristallast spakmælið ef til vill með öðrum hætti þar sem sá eldri verður neminn um stund en það breytir ekki gildi spakmælisins; eflaust fá hinir ungu reynslu og kynni af þeim eldri sem verður þeim dýrmætt vegarnesti. HappyHalo 


mbl.is Kenna eldri borgurum á tölvur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband