13.3.2011 | 06:47
Merkiskonur: Auður djúpúðga Ketilsdóttir flatnefs.
'' Auður Ketilsdóttir (um 830-900?) var þekktust þeirra íslensku kvenna sem fengu sess landsnámsmanna á Íslandi. Frá Auði er kominn mikill ættbogi á norrænum slóðum en hún var formóðir Laxdælu á Íslandi, Götuskeggja í Færeyjum og Orkneyjarjarla á Bretlandi. Auður lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hélt ótrauð á vit ævintýra í nýju landi með alla fjölskyldu sínu. Hún er án efa ein merkasta kona fornaldar á Íslandi.''
''Þess má geta að Auður var langalangamamma Þorgeirs Ljósvetningagoða sem taldi árið 1000 að Íslendingar ættu að verða kristnir og halda friðinn.''
Heimild: Merkiskonur sögunnar. Kolbrún S. Ingólfsdóttir, 37-39, 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:57 | Facebook